fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Hæstiréttur staðfestir að sæðisgjafi sé faðir 11 ára stúlku – Getur haft mikil áhrif á réttindi sæðisgjafa og sæðisþega

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. júní 2019 19:00

Sæðisfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Ástralíu skar nýlega upp úr um að sæðisgjafi nokkur sé lagalega séð faðir 11 ára stúlku. Af þeim sökum getur hann nú komið í veg fyrir að móðir stúlkunnar og unnusta hennar geti flutt til Nýja-Sjálands eins og þær höfðu í hyggju.

Úrskurður réttarins hefur vakið mikla athygli en um tímamótadóm er að ræða að margra mati. Í tengslum við dóminn hefur því verið velt upp hvort sæðisgjafi sé það sama og faðir. Niðurstaða hæstaréttar er að í vissum tilfellum sé svo, að minnsta kosti lagalega.

Móðir stúlkunnar viðurkennir ekki að maðurinn sé faðir dóttur þeirra en nú hefur hann fengið lagalega niðurstöðu um að það sé hann. Þetta hefur í för með sér að konan getur ekki flutt til Nýja-Sjálands með dóttur þeirra og unnustu sinni. BBC skýrir frá þessu.

Í úrskurði hæstaréttar kemur fram að ekki sé bara hægt að vísa til mannsins sem „sæðisgjafa“ eins og móðir stúlkunnar vilji því sá titill „gefi í skyn að viðkomandi maður hafi ekki gert neitt annað en að gefa sæði sitt til frjóvgunar“ á þeim grundvelli „að hann myndi síðan ekki hafa neitt með barnið að gera“.

„En þannig er það ekki í þessu máli.“

Segir rétturinn.

Upphafið

Maðurinn og konan voru einhleyp þegar hann féllst á það árið 2006 að gefa henni sæði. Það gerði hann í þeirri trú að hann myndi taka þátt í lífi barnsins. Hann og konan voru vinir og sömdu um að þau myndu ala barnið upp saman. En síðan slettist upp á vinskapinn og þau urðu óvinir.

Undanfarin fimm ár hefur móðirin haldið því fram að maðurinn sé ekki faðir stúlkunnar. Það hefur ekki skipt hana máli í þessu sambandi að hann er skráður faðir hennar á fæðingarvottorðinu, veitir fjölskyldu hennar fjárhagslegan stuðning og tekur virkan þátt í lífi dóttur sinnar. Bæði hún og yngri systir hennar kalla hann „pabba“.

Maðurinn barðist fyrir því að vera lagalega viðurkenndur sem faðir stúlkunnar til að geta komið í veg fyrir að móðir hennir flytji með hana til Nýja-Sjálands.

Víðtækar afleiðingar

Niðurstaða dómstólsins getur hugsanlega haft víðtækar afleiðingar fyrir konur og pör sem hafa fengið gjafasæði frá körlum sem þau þekktu fyrir segir BBC. Þetta getur einnig haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir sæðisgjafa.

Niðurstaðan gerir að verkum að maður sem hefur gefið sæði til einhleyprar konu og hefur síðan komið við sögu í lífi barnsins á rétt til að vera viðurkenndur sem faðir barnsins. Þetta getur opnað fyrir fleiri svona mál að mati Fiona Kelly prófessors í fjölskyldurétti við La Trobe háskólann.

Stephen Page, lögmaður, segir að niðurstaðan muni hafa áhrif. Nú vakni karlar, sem töldu sig vera sæðisgjafa sem hefðu engar skyldur gagnvart barni, upp við að hugsanlega sé hægt að gera þá ábyrga fyrir barninu, þar á meðal varðandi meðlag og erfðamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu