fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

NASA um nýja uppgötvun – „Mannkynið hefur aldrei séð neitt þessu líkt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. júní 2019 05:45

Leðjubólan á Ceres. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fyrstu sýn minnir þetta á marglyttu sem liggur á sandi. En myndin sýnir ekki marglyttu segja vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA. Þeir segja að myndin sýni risastóra leðjubólu sem barst upp frá iðrum dvergplánetunnar Ceres og upp á yfirborðið í gegnum veikan punkt á því sem innihélt mikið af salti, sem endurkastar birtu, og fraus síðan og varð að föstum massa.

MSN skýrir frá þessu. Dvergplánetan Ceres, sem er í raun mjög stór loftsteinn, er í loftsteinabelti sólkerfisins á milli Mars og Júpíters. Ceres fannst 1801 en frá 2015 hefur bandaríska geimfarið Dawn fylgst náið með dvergplánetunni. Það var við yfirferð á ljósmyndum af yfirborði Ceres sem vísindamenn uppgötvuðu „Leðjufjallið“. Það er stærsta fjallið sem hefur uppgötvast á stóru loftsteinunum í sólkerfinu okkar.

„Mannkynið hefur aldrei séð neitt þessu líkt.“

Segja vísindamenn hjá NASA og velta um leið fyrir sér hvort líf geti verið að finna á Ceres. Gögn frá Dawn benda til að lífræn efnasambönd á yfirborði Ceres innihaldi hugsanlega mikið af kolefnissamböndum. Það er eitt og sér ekki sönnun eða trygging fyrir að líf sé þar en það lofar góðu.

Ekki er vitað hvernig þessi lífrænu efnasambönd enduðu á Ceres en hugsanlega bárust þau þangað með halastjörnu sem lenti í árekstri við Ceres.

Vísindamenn hjá NASA munu halda áfram rannsóknum á Ceres til að reyna að auka vitneskju okkar og þekkingu á þessari dvergplánetu. Dawn hefur einnig svipt hulunni af óútskýranlegum ljósum blettum á yfirborði Ceres og munu vísindamenn reyna að komast að hvað veldur þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“