fbpx
Sunnudagur 25.ágúst 2019  |
Pressan

Sautján ára milljónamæringur lætur eldri kynslóðina heyra það

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 24. júní 2019 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ég ætti einn dollara fyrir hvert skipti sem ég hef heyrt niðrandi ummæli falla um aldamótakynslóðina, sem ég tilheyri, þá hefði ég trúlega efni á því að vera jafn latur og þessi kynslóð er sögð vera.“

Svona hefst pistill eftir Jack Bloomfield, sautján ára frumkvöðul og milljónamæring, sem vakið hefur talsverða athygli. Bloomfield var aðeins tólf ára gamall þegar hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki og þénar hann nú meira á einni viku en meðalmaðurinn þénar á einu ári. Bloomfield er Ástrali og birtist pistillinn á vef News.com.au en það er auðséð að Bloomfield er kominn með nóg af því hvernig talað er um ungt fólk nú til dags.

Jack var sem fyrr segir tólf ára þegar hann stofnaði netverslunarfyrirtæki sitt. Hann kveðst vakna alla morgna klukkan 05.30 og sest við tölvuna í tvær klukkustundir. Svo fer hann í skólann og sinnir fyrirtækinu svo eftir skóla einnig. Fyrirtæki hans veltir milljónum ástralskra dala á hverju ári.

„Aldamótakynslóðin er sögð latasta kynslóðin. Við erum sögð taka og taka en aldrei leggja neitt á okkur. Við getum ekki einu sinni unnið heilan vinnudag,“ segir Jack meðal annars í pistlinum og vísar í ummæli sem Greg Weiss, sérfræðingur í mannauðsstjórnun, lét falla í mars síðastliðnum. Weiss sagði að aldamótakynslóðin væri allt að því vonlaus; fæstir myndu endast í sömu vinnu lengur en í 90 daga og margir mættu seint eða alls ekki til vinnu. Viðraði Weiss áhyggjur sínar af því að kostnaður fyrirtækja vegna þessa myndi aukast á næstu árum og fram undan væru talsverðar áskoranir vegna þessarar kynslóðar.

Þessu er Jack mjög svo ósammála og segir hann að um allan heim séu ungmenni að gera stórkostlega hluti. „Um alla Ástralíu – og allan heim raunar – eru sprotafyrirtæki að spretta upp þar sem ungt fólk reynir að koma hlutum í framkvæmd sem munu bylta því hvernig við lifum og störfum. Það sem við fáum á móti eru skilaboð þess efnis að við séum löt og tilætlunarsöm. En vitið þið hvað? Við hlustum ekki á þetta. Við ætlum okkur ekki að sitja hlekkjuð við skrifborðið næstu 40 árin og taka á móti launaseðlinum einu sinni í mánuði eins og þið. Við ætlum að stjórna eigin framtíð – hvort sem ykkur líkar betur eða verr,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjar upplýsingar – Ljósmyndari beitti mútum til að fá að taka myndir af líki Marilyn Monroe

Nýjar upplýsingar – Ljósmyndari beitti mútum til að fá að taka myndir af líki Marilyn Monroe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Götur Kaupmannahafnar fullar af yfirgefnum hjólum – Safnar saman 15.000 hjólum á hverju ári.

Götur Kaupmannahafnar fullar af yfirgefnum hjólum – Safnar saman 15.000 hjólum á hverju ári.
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðurírskir læknar berjast gegn lögsóknum

Norðurírskir læknar berjast gegn lögsóknum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg sjálfsvígstíðni meðal franskra lögreglumanna – Stjórnvöld ráðþrota

Óhugnanleg sjálfsvígstíðni meðal franskra lögreglumanna – Stjórnvöld ráðþrota
Pressan
Fyrir 2 dögum

Amazon-skógurinn brennur: Telja að bændur á svæðinu hafi kveikt viljandi í

Amazon-skógurinn brennur: Telja að bændur á svæðinu hafi kveikt viljandi í
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndaði undir pils rúmlega 500 kvenna

Myndaði undir pils rúmlega 500 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur kærður fyrir að drepa lögfræðing með skrúfjárni

Unglingur kærður fyrir að drepa lögfræðing með skrúfjárni
Pressan
Fyrir 3 dögum

7 af hverjum 10 „þola ekki að vera símalaus“

7 af hverjum 10 „þola ekki að vera símalaus“