fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

23 ára kona settist upp í flugvél og hvarf síðan sporlaust á áfangastað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 07:30

Mackenzie Lueck. Mynd: Lögreglan í Utah

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag í síðustu viku var Mackenzie Lueck, 23 ára, viðstödd útför ömmu sinnar. Að henni lokinni fór hún með áætlunarflugvél heim til sín í Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Þegar þangað var komið settist hún upp í bíl og síðan hefur ekkert til hennar spurst.

Lögreglan segir að hún hafi pantað bíl í gegnum fyrirtæki sem heitir Lyft og hafi verið ekið að þeim stað sem hún bað um en hann er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá heimili hennar. Þar fór hún út og hvarf. Bílstjórinn hélt strax til annarra verkefna og er ekki grunaður í málinu.

Lögreglan segir að hún hafi ekkert í höndunum sem bendi til að eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað en leit stendur yfir að Lueck. Lögreglan segist hafa áhyggjur af henni og hvað gæti hafa komið fyrir hana og það sama á við um ættingja hennar og vini.

Hún átti að þreyta próf í Utah háskóla í síðustu viku en mætti ekki í það. Slökkt er á farsíma hennar og kötturinn hennar var einn í íbúð hennar. Vinir hennar segja þetta mjög ólíkt henni því þeir hafi venjulega átt í daglegum samskiptum við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum