fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Fjöldi dauðsfalla í ferðamannaparadís – Ótrúleg skýring yfirvalda vekur athygli

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 06:00

Edward Nathaniel Holmes og Cynthia Ann Day

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á seinustu 13 mánuðum hafa níu bandarískir ferðamenn látist á dularfullan hátt í Dóminíska lýðveldinu. Landið er vinsæll áfangastaður Bandaríkjamanna og hafa dauðsföllin vakið töluverða athygli þar í landi og fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um þau. Þau hafa orðið til þess að bandaríska alríkislögreglan FBI hefur haft málin til skoðunar en án þess að hún hafi komist mikið áleiðis með rannsókn þeirra. En nú getur FBI hætt að rannsaka eitt málanna, það er að minnsta kosti mat yfirvalda í Dóminíska lýðveldinu.

Í lok maí fundust Cynthia Ann Day, 49 ára, og unnusti hennar, hinn 63 ára Edward Nathaniel Holmes, látin í hótelherbergi þeirra á The Grand Bahia Principe Hotel í La Romana. Fimm dögum áður lést bandaríska konan Miranda Schaup-Werner á þessu sama hóteli.

Samkvæmt frétt New York Post þá segja heilbrigðisyfirvöld í Dóminíska lýðveldinu að ekki sé hægt að tengja dauðsföllin við Dóminíska lýðveldið, það beri enga ábyrgð á þeim. Hvað varðar andlát Day og Holmes segja yfirvöld að hótelherbergi þeirra hafi nánast verið eins og apótek, svo mikið hafi verið af lyfjum þar. Þau telja að Holmes hafi látist af völdum lungnasýkingar og öndunarfærasjúkdóma. En hvað varðar andlát Day er skýringin ansi athyglisverð. Það er nefnilega skoðun yfirvalda að hún hafi orðið fyrir svo miklu áfalli við að sjá Holmes látinn að hún hafi látist.

Ættingjar þeirra eru ekki sáttir við niðurstöður rannsókna yfirvalda í Dóminíska lýðveldinu og hyggjast láta kryfja líkin á nýjan leik í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?