fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Sofandi kona skilin eftir og læst inni í flugvél

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 07:00

Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein heldur því fram að hún hafi verið skilin alein eftir í flugvél eftir að hafa sofnað á meðan á flugferðinni stóð. Þegar Tiffani Adams lokaði augunum á meðan á 90 mínútna flugferð hennar frá Quebec til Toronto stóð, gerði hún sjálfsagt ekki ráð fyrir því að vera alein í myrkrinu þegar hún opnaði þau aftur.

Það er þó nákæmlega það sem hún segir að hafi gerst, þegar hún ferðaðist með flugfélagin Air Canada hinn 9. júní síðastliðinn. The Indenpendent skýrir frá þessu. Konan heldur því fram að hún hafi sofnað og þegar hún hafi vaknað hafi verið svartamyrkur í flugvélinni, flugvélin hafi verið mannlaus og dyrnar læstar.

„Ég sofnaði þegar flugferðin var um það bil hálfnuð“, skrifað Tiffani Adams á Facbook síðu flugfélagsins, hún heldur áfram og segir: „Þegar ég vaknaði um miðnætti, (nokkrum klukkutímum eftir að vélin lenti), var ískalt í vélinni, og ég sat í sætinu mínu með beltið spennt í svarta myrki (og ég meina kolsvarta myrkri)“.

Konan segir að þetta hafi verið skelfileg upplifun og að hún hafi í fyrstu haldið að hún væri stödd í einhverri martröð. Hún skýrir einnig frá því að hún hafi reynt að hringja í vin sinn, en að síminn hennar hefði orðið rafmagnslaus eftir um það bil mínútu samtal.

„Ég gat ekki hlaðið símann til að hringja á hjálp og þá varð ég mjög hrædd“, segir Tiffani Adams. Henni tókst svo að finna vasaljós í flugstórnarklefanum og því næst að opna dyr á flugvélinni. Þar sem hún hafi verið í um 15 metra hæð segist hún ekki hafa getað annað en að sitja og vonast til þess að einhver myndi sjá glampann frá vasaljósinu.

Samkvæmt því sem Tiffani Adams segir var það starfsmaður flugvallarins sem kom að lokum auga á hana, þar sem hún sat, og kom henni til bjargar. „Hann spurði hvers vegna í ósköpunum ég hafi verið skilin eftir í flugvélinni, ég sagðist líka hafa verið að velta því fyrir mér“ skrifar hún á Facebook.

Flugvallarstarfsmaðurinn mun svo hafa fylgt Tiffani Adams inn í flugstöðina það sem fulltrúar Air Canada tóku á móti henni. The Independent setti sig í samband við flugfélagið, sem segist vera að rannsaka málið og hafi haft samband við viðkomandi farþega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu