fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Vannærður hvolpur skilinn eftir við vegkant – Beið og beið eftir að eigendurnir kæmu aftur

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveltandi hvolpur var skilinn eftir við vegkant í uppáhalds stólnum sínum svo hann héldi að eigendur hans myndu koma aftur.

Litli brúni hvolpurinn sat þolinmóður í vegkantinum. Hann var hræddur um að fara úr stólnum ef ske kynni að eigendurnir kæmu aftur.

Eftir að hafa beðið lengi í stólnum kom loksins manneskja til hjálpar en hundurinn var þá orðinn vannærður. Hringt var í dýraeftirlitið og fulltrúi frá þeim, Sharon Norton, kom til hjálpar.

Sharon var snortin af þeirri þrjósku sem hvolpurinn sýndi. Hann vildi alls ekki fara úr stólnum þrátt fyrir að vera glorhungraður.

Sharon deildi þessari sorglegu sögu af hvolpinum á Facebook síðu sinni.

„Til manneskjunnar sem skildi hvolpinn sinn eftir í þessum stól, hann var að bíða eftir að þú kæmir aftur. Hann var hægt og rólega að deyja úr hungri því hann þorði ekki að fara úr stólnum til að finna mat. Skammastu þín“

Sharon náði á endanum að sannfæra hvolpinn um að koma með sér heim. Hann hefur nú fengið að borða og læknisskoðun er næst á dagskrá.

Nú er unnið að því að finna nýtt heimili fyrir hvolpinn en passað verður sérstaklega upp á að nýir eigendur hugsi betur um hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug