fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Alexander lá fastur í greni bjarnar í mánuð: Nær dauða en lífi þegar honum var bjargað – Sjáðu ótrúlegt myndband

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskum manni var bjargað úr greni bjarnar á dögunum, en talið er að hann hafi verið þar í rúman mánuð. Fjallað hefur verið um málið í rússneskum fjölmiðlum og óhætt að segja að málið hafi vakið talsverða athygli. Ljóst má vera að mannsins beið ekkert nema dauðinn, en þeir sem komu að honum töldu fyrst að um lík eða múmíu væri að ræða.

Það voru veiðihundar sem fundu manninn. Hundarnir voru í för með hópi manna og létu þeir í sér heyra þegar þeir gengu framhjá umræddu greni. Mennirnir athuguðu hvað væri í greninu og það var þá sem þeir sáu manninn, sem þeir töldu fyrst að væri látinn. Þegar í ljós kom að hann var enn á lífi var mönnunum eðlilega brugðið.

Hrollvekjandi Myndband

Í býsna óhugnanlegu myndbandi, sem meðal annars Daily Mail, Mirror og fleiri breskir fjölmiðlar birta, sést þegar maðurinn er spurður til nafns, en hann segist heita Alexander. Í myndbandinu sést hversu illa farinn hann er, en Alexander er horaður, með opin sár og augu hans virðast varla geta opnast.

Læknar segja að Alexander geti rétt svo hreyft handleggi, opnað augun og talað, en hann sé virkilega þreyttur á líkama og sál eftir þessa reynslu. Talið er að hann hafi orðið fyrir áverkum á baki eða hrygg sem urðu til þess að hann gat sig hvergi hreyft þegar björninn kom honum í grenið.

Alexander fannst í Tuva-lýðveldinu, sem er staðsett í suðurhluta Síberíu og er undir stjórn Rússlands. Hann tjáði læknunum sjálfur að bjarnarárásin hefði átt sér stað fyrir mánuði síðan.

Kraftaverk að hann hafi lifað af

Í fréttum rússneskra fjölmiðla kemur fram að bjarndýr eigi það til að geyma matinn sinn í dágóðan tíma, svo hann verði auðveldari til ætu. Það hefur að öllum líkindum verið tilfellið með Alexander sem þorði ekki að hreyfa sig í greninu af ótta við að björninn gengi endanlega frá honum.

Alexander þurfti að drekka eigið þvag til að halda sér á lífi, en læknar telja það algjört kraftaverk að hann sé á lífi.

Ótrúleg saga Alexanders minnir marga á Óskarverðlaunamyndina The Revenant en þar leikur Leonardo Dicaprio mann sem lifir af árás bjarnar.

Hér að neðan má sjá myndband og myndir af Alexander. Við vekjum athygli á því að myndbandið og myndir fyrir neðan það gæti vakið óhug.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu