fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Aska rúmlega 150 manns var send út í geim á þriðjudaginn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 22:00

Falcon eldflaug skotið á loft.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geimferðafyritæki Elon Musk, SpaceX, tókst á þriðjudaginn eitt erfiðasta verkefni sitt til þessa. Þá var ösku 152 látinna manna og kvenna skotið út í geim. Áður hafði fyrirtækinu tekist að koma rauðri Teslu út í geiminn eins og frægt er.

Askan var um borð í Falcon Heavy eldflaug fyrirtækisins ásamt 24 gervihnöttum, sólarsegli, atómúri og fleiru. Fyrirtækið Celestis greiddi SpaceX fyrir að flytja öskuna út í geim. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að það kosti 5.000 dollara að senda ösku sína á sporbraut um jörðina en 12.500 dollara ef hún á að fara á braut um tunglið.

Geimskotið á þriðjudaginn gekk að óskum. Það gekk líka vel á sínum tíma að senda rauðu Tesluna út í geim en þó urðu þau mistök að henni var skotið of langt. í stað þess að fara á braut um sólina á sömu braut og Mars endaði hún í loftsteinabelti sem er á milli Mars og Júpíter. Þar mun Teslan vera á sporbraut um sólina til eilífðar nema hún lendi í árekstri eða einhverjum detti í hug að sækja hana í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu