fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Bandarískir milljarðamæringar leggja til að lagður verði á auðlegðarskattur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 17:30

George Soros er meðal bréfritara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur ríkasta fólks Bandaríkjanna leggur það til í opnu bréfi til frambjóðenda til forsetakosninganna, að lagður verði á sérstakur auðlegðarskattur. Peningana ætti meðal annars að nýta til umhverfis- og heilbrigðismála.

Hluti ríkasta fólks Bandaríkjanna hefur sameinaðast um mikilvæg skilaboð. Í opnu bréfi til þess stjórnmálafólks sem býður sig fram til forsetakosninganna 2020, hvetur hópurinn til þess að stórnvöld setji á auðlegðarskatt, sem á að beinast sérstaklega að allra ríkasta fólki Bandaríkjanna. New York Times skýrir frá þessu.

„Bandaríkjunum ber siðferðisleg og fjárhagsleg skylda til þess að leggja hærri skatta á auð. Tekjurnar af auðlegðarskatti gætu haft áhrif á fjárhag þjóðarinnar, bætt heilbrigðiskerfið og skapað tækifæri til þess að styrkja lýðræðið. Það kemur sér vel fyrir lýðveldið að leggja á auðlegðarskatt,“ stendur meðal annars í bréfinu.

Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið er fólk úr efsta lagi samfélagsins, má þar nefna Georg Soros, Chris Hughes, sem er einn stofnadi Facebook og Abigail Disney, frænka Walt Disney. Alls skrifa 18 manns frá 11 fjölskyldum undir bréfið, margir þeirra sem skirfa undir eru þekktir fyrir að taka þátt í stjórnmálaumræðunni í Bandaríkjunum.

Milljarðamæringarnir leggja til að á auð yfir 50 milljónir dollara verði lagður 2% viðbótarskattur og sé auðurinn yfir 1 milljarður dollara verði skatturinn 1% til viðbótar.

Tillagan kemur uphaflega frá öldungarþingmanninum Elizabeth Warren, hún segir að auðlegðarskatturinn muni leggjast á um 75.000 bandarískar fjölskyldur og verði hann lagður á muni 2.75 milljarðar dollara bætast í ríkiskassann á 10 ára tímabili.

„Nýjar skatttekjur ættu að koma frá þeim sem hafa það best – ekki frá meðal- og lágtekjufólki“, stendur í bréfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?