fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Pressan

Kýpverskur raðmorðingi dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 17:00

Metaxas og hluti fórnarlamba hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicos Metaxas, 35 ára kapteinn í kýpverska hernum, var á mánudaginn dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt fimm konur og tvö börn. Fórnarlömbin voru innflytjendur á Kýpur. Metaxas brast í grát við dómsuppkvaðninguna og baðst afsökunar á gjörðum sínum.

Hann játaði sök fyrir dómi. Hann komst í samband við fórnarlömb sín á netinu og hitti þau síðan og myrti. Morðin áttu sér stað á tveggja og hálfs árs tímabili. Lögreglan komst á slóð hans þegar lík 38 ára filippeyskrar konu fannst í námu.

Á spjallrás á netinu sást að Metaxas hafði átt í samskiptum við konuna í rúmlega hálft ár. Síðar fannst lík sex ára dóttur hennar en Metaxas hafði einnig myrt hana. Fórnarlömbin störfuðu flest við húshjálp á Kýpur.

Metaxas er talinn vera fyrsti raðmorðinginn á Kýpur en landsmenn eru slegnir miklum óhug vegna málsins. Dómsmálaráðherranna og yfirmaður lögreglunnar þurftu að láta af embættum sínum vegna málsins.

Dómurinn yfir Metaxas er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp á Kýpur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Ástin á Tupac kostaði hann forstjórastarfið – Tupac-kökur, Tupac-dagar og Tupac-tölvupóstar

Ástin á Tupac kostaði hann forstjórastarfið – Tupac-kökur, Tupac-dagar og Tupac-tölvupóstar
Pressan
Í gær

Eiturlyfjabaróninn „El Chapo“ dæmdur í lífstíðarfangelsi og þrjátíu ár að auki

Eiturlyfjabaróninn „El Chapo“ dæmdur í lífstíðarfangelsi og þrjátíu ár að auki
Pressan
Í gær

Smyglari faldi fíkniefni undir hárkollunni

Smyglari faldi fíkniefni undir hárkollunni
Pressan
Í gær

Maður í latexbúningi hrellir þorpsbúa

Maður í latexbúningi hrellir þorpsbúa