fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Öflug sprenging á þýskum akri – Kom fram á jarðskjálftamælum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 19:00

Gígurinn góði. Mynd:Polizeipräsidium Westhessen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska bóndanum Willi Weisser brá heldur betur aðfaranótt sunnudags þegar hann stóð í eldhúsinu heima hjá sér í Limburg og drakk vatn. Skyndilega heyrðist mikill hvellur og húsið nötraði. Í samtali við Frankfurter Neue Presse sagði hann að hann hafi haldið að um jarðskjálfta væri að ræða.

En hér var ekki um jarðskjálfta að ræða heldur hafði 250 kílóa sprengja sprungið í aðeins 150 metra fjarlægð frá heimili hans sem er um 70 km norðan við Frankfurt.

Enginn slasaðist í sprengingunni en eins og myndin, sem fylgir þessari frétt, sýnir þá myndaðist myndarlegur gígur á akrinum eða fjögurra metra djúpur og tíu metrar í þvermál.

Lögreglan telur að sprengjan hafi verið frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Öðru hvoru finnast ósprungnar sprengjur úr síðari heimsstyrjöldinni í Þýskalandi en talið er að um 3.000 ósprungnar sprengjur sé þar að finna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu