fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Sádí Arabía krefst yfir 26 milljóna fyrir varanlegt dvalarleyfi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 19:30

Sádí-Arabar ætla nú að reyna að lokka fólk til búsetu í landinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sádí Arabía hefur opnað fyrir möguleikann á því að kaupa sér varanlegt dvalarleyfi í landinu. Með þessu er vonast til að laða erlenda fjárfesta til landsins, og umsækjendur verða að eiga nóg af peningum, því dvalarleyfið mun kosta 800.000 sádí arabíska riyals, sem samsvarar 26,6 milljónum króna. Bloomberg greinir frá þessu.

Ódýrari möguleiki verður einnig í boði. Fyrir aðeins 100.000 ryals, eða rúmar þrjár milljónir króna, verpur nefnilega hægt að kaupa árs dvalarleyfi í konungsríkinu. Dvalarleyfið mun gera útlendingum kleift að kaupa fasteignir og reka fyrirtæki í landinu án þess að þurfa að notast við sádí arabískan millilið. Einnig mun dvalarleyfið auðvelda fólki að skipta um starf og yfirgefa landið.

Auk gjaldins sem þarf að greiða, þurfa umsækjendur að hafa náð 21 árs aldri og geta sýnt fram á fjárhagslegt öryggi og hafa hreina sakaskrá.

Yfirvöld fleiri ríkja í miðausturlöndum eru að endurhugsa hlutverka útlendinga í löndunum. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er í gangi áætlun sem mun gera velstæðum útlendingum kleift að sækja um 10 ára dvalarleyfi og í Katar er búið að samþykkja lög sem munu veita nokkrum útlendingum varanlegt heimili.

Hugmyndin um langtíma áætlun um dvalarleyfi útlendinga í Sádí Arabíu var fyrst kynnt af krónprinsinum, Mohammed bin Salman árið 2016, og er þetta hluti af áætlun hans sem á að gera það að verkum að landið þurfi ekki að treysta eins mikið á olíu og sem einnig á að auka erlenda fjárfestingar. Þegar hann kynnti áætlunina gerði hann ráð fyrir því að frá árinu 2020 myndi árleg velta af þessu verða um 10 milljarða dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu