fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |
Pressan

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í sólarparadísinni Mallorca hafa áhyggjur af hættulegum leik ungmenna sem heimsækja sumarleyfisstaðinn. Nokkuð hefur verið um það að ferðamenn, sér í lagi ungir karlar, hafi slasast eða jafnvel dáið við að stökkva af svölum við hótelherbergi sín í sundlaugar við hótelin.

Nú þegar hefur einn breskur ferðamaður dáið eftir fall af svölum á Mallorca það sem af er sumri og þrír Bretar til viðbótar slasast. Ferðamenn frá Þýskalandi, Ástralíu, Belgíu og Svíþjóð hafa einnig slasast. Þó ekki sé staðfest með óyggjandi hætti að slysin hafi orðið þegar ferðamenn hafa gert sér að leik að stökkva af svölum vekur fjöldinn nokkrar áhyggjur.

Fyrr í þessum mánuði birtist myndband í spænsku pressunni af breskum ferðamanni. Sá gerði sér að leik að stökkva úr töluverðri hæð á hóteli sem hann dvaldi á og lenda í tré. Reiknaði hann með að tréð myndi draga úr fallinu sem það gerði ekki. Hann braut viðbein og nokkur rifbein en reyndi svo að ljúga því til að hann hefði lent í slysi í sundlauginni með það að marki að fá hótelið til að greiða sjúkrahússkostnaðinn.

Í frétt á vef The Local á Spáni kemur fram að þessi hættuleikur hafi fyrst orðið áberandi á Mallorca og Ibiza árið 2010. Ekki er haldið sérstaklega utan um tölur hvað þetta varðar en fulltrúi innanríkisráðuneytis Spánar áætlar að 6 til 12 ferðamenn látist á hverju að meðaltali eftir fall af svölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Ástin á Tupac kostaði hann forstjórastarfið – Tupac-kökur, Tupac-dagar og Tupac-tölvupóstar

Ástin á Tupac kostaði hann forstjórastarfið – Tupac-kökur, Tupac-dagar og Tupac-tölvupóstar
Pressan
Í gær

Eiturlyfjabaróninn „El Chapo“ dæmdur í lífstíðarfangelsi og þrjátíu ár að auki

Eiturlyfjabaróninn „El Chapo“ dæmdur í lífstíðarfangelsi og þrjátíu ár að auki
Pressan
Í gær

Smyglari faldi fíkniefni undir hárkollunni

Smyglari faldi fíkniefni undir hárkollunni
Pressan
Í gær

Maður í latexbúningi hrellir þorpsbúa

Maður í latexbúningi hrellir þorpsbúa