fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Enn skelfur Angela Merkel

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 27. júní 2019 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýndi Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, hríðskjálfa þegar hún stóð við hlið Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, fyrr í mánuðinum vöktu talsverða athygli. Þegar Merkel var spurð hverju sætti sagðist hún vera við góða heilsu en skjálftann mætti rekja til vökvaskorts.

Í morgun átti Merkel fund með Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, og þegar hún stóð við hlið hans að fundi loknum sást hún aftur glíma við mikinn skjálfta. Hefur þetta vakið upp spurningar um heilsu Merkel sem er orðin 64 ára. Hafa einhverjir velt fyrir sér hvort Merkel sé með of lágan blóðsykur eða hvort vandamálin tengist skjaldkirtlinum.

Merkel reyndi að draga úr skjálftanum með því að setja handleggina saman. Þá sást aðstoðarmaður hennar bjóða henni vatnsglas sem hún afþakkaði. Mjög heitt er í veðri í Evrópu um þessar mundir en fundurinn milli Merkel og Steinmeier fór fram í Berlín í morgun. Hitastigið úti var um 19 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku