fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Áskorunin sem er að gera allt vitlaust – Conor McGregor, Jason Statham og John Mayer hafa tekið þátt

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Internet-æðin hafa verið nokkur í gegnum tíðina. Það muna ábyggilega flestir eftir Ísfötu-áskoruninni, Kanil-áskoruninni og planka-áskoruninni.

Nýjasta æðið, sem fer líkt og eldur um sinu um netið, snýst um að sparka tappa af flösku og það með hringsparki.

Nú þegar hafa stórstjörnur á borð við John Mayer, Jason Statham og Conor McGregor tekið þátt í æðinu.

Það var fjaðurvigtarmeistari UFC, Max Holloway sem kom áskoruninni í sviðsljósið, þegar hann sparkaði tappa af flösku á föstudag.

Max Holloway skoraði á bandaríska tónlistarmanninn John Mayer, sem tók henni með miklum sóma.

John Mayer skoraði síðan á bresku hasar-stjörnuna Jason Statham sem tókst ætlunarverkið og það með miklum tilþrifum.

Írski bardagakappinn Conor McGregor hefur nú líka sparkað í tappa, en hann skorar á fyrrverandi andstæðing sinn boxarann Floyd Mayweather til að gera slíkt hið sama.

Einnig hafa nokkrar skemmtilegar útgáfur af áskoruninni litið dagsins ljós, en hér að neðan má sjá nokkrar þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug