fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Tunglið skreppur saman eins og rúsína

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. júlí 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tunglið okkar er ekki dauður klettur sem hangir uppi á himninum á braut um jörðu. Tunglið hefur innra líf sem er falið okkur. Við erum alltaf að gera nýjar uppgötvanir um tunglið og við erum alltaf að læra betur hvernig heimurinn virkar. Á sjöunda áratug síðustu aldar staðfestu geimfararnir sem gengu um á tunglinu að þar væri skjálftavirkni, það er að segja stundum gangi tunglskjálftar yfir, líkt og jarðskjálftar ganga yfir hér á jörðinni.

Stóra spurningin hefur verið, hvaðan koma tunglskjálftarnir og þar með hvernig tunglið er samansett? Nú eru vísindamenn aðeins nær því að leysa þá ráðgátu. Hingað til hafa vísindamenn skýrt tunglskjálftana á tvo vegu, annars vegar að jörðin hafi áhrif á innri hluta tunglsins og hins vegar að loftsteinar sem lenda á tunglinu skapi skjálftana. Nú hafa vísindamenn fundið nýja skýringu, að tunglið sé að skreppa saman.

Innra líf tunglsins

Miðja tunglsins var heit en hefur á milljónum ára kólnað mikið. Við kælinguna harðnar yfirborð tunglsins á meðan tunglið skreppur saman. Og vegna þess að að yfirborðið er að harðna brotnar það þegar tunglið skreppur saman.

Það er hægt að líkja þessu við vínber sem skreppur saman og verður að krumpaðri rúsínu. Munurinn er bara sá að yfirborð tunglsins brotnar og skapar hóla og dali. Þegar yfirborðið hins smækkandi tungls dregst saman skiptist það í plötur og kantarnir ýtast saman. Þetta getur verið ástæðan fyrir hinum mörgu tunglskjálftum sem geimfarar Nasa mældu á sínum tíma.

Með nýrri tækni og nýjum myndum af yfirborði tunglsins hafa vísindamenn NASA, Smithsonian-stofnunarinnar og fleiri stofnana, kortlagt hvar tunglskjálftarnir sem geimfararnir fundu fyrir áttu upptök sín.

Gamlar upplýsingar í nýrri rannsókn

Í ljós hefur komið að flestir skjálftanna áttu upptök sín þar sem flekarnir á yfirborði tunglsins mætast. Á toppum hæðanna á þeim svæðum tunglsins sem eru hæðótt er yfirborðið ljósara en á svæðunum í kring. Í tímans rás dökkna steinarnir og mölin á yfirborði tunglsins af geislum sólarinnar og ljósi liturinn á hæðunum bendir til þess að þar hafi sólin ekki náð að skína eins lengi og annars staðar á tunglinu. Þess vegna hafa vísindamenn dregið þá ályktun að hæðirnar hafi myndast við jarðhræringar.

Það er ótrúlegt að hægt hafi verið að nýta fimmtíu ára gömul gögn í bland við nýjar myndir til að læra eitthvað nýtt um tunglið. Einnig sýna þessar nýju upplýsingar okkur fram á að það er margt sem við eigum eftir að læra um tunglið og hvernig það er samansett.

Jörðin og tunglið hafa áhrif hvort á annað

Auk þess að skýra frá því hvernig nýir hólar og hæðir myndast á yfirborði tunglsins, hafa vísindamennirnir sem stóðu að verkefninu komist að því að flestir tungskjálftanna eiga sér stað þegar tunglið er lengst frá jörðu.

Skýringin á því er sú að áhrifin af þyngdarkrafti jarðarinnar eru mest á þeim tíma. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að þeir gríðarlegu kraftar sem sjá um að halda tunglinu á sínum stað geti komið hreyfingu á flekana sem orsaka tunglskjálfta.

Þetta er þó ekki eini leyndardómurinn um tunglið sem upplýstur hefur verið á undanförnum mánuðum. Fyrir nokkrum vikum síðan var skýrt frá því að mikið vatn sé að finna undir yfirborði tunglsins sem þyrlast upp þegar stórir loftsteinar lenda á tunglinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Fundu kafbát sem hvarf á dularfullan hátt fyrir 51 ári

Fundu kafbát sem hvarf á dularfullan hátt fyrir 51 ári
Pressan
Í gær

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar
Pressan
Í gær

Starfsmaður heimahjálpar grunaður um að hafa nauðgað níræðri konu

Starfsmaður heimahjálpar grunaður um að hafa nauðgað níræðri konu
Pressan
Í gær

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti