fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

50 veitingahúsagestir stungu af frá ógreiddum reikningum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 19:30

Panam Restaurant & Bar. Mynd:VisitLiverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Hesketh, eigandi Panam Restaurant & Bar í Liverpool á Englandi, situr eftir með sárt ennið og töluvert fjárhagslegt tap eftir að rýma þurfti veitingastaðinn eftir að eldvarnarkerfi hans fór í gang. 50 gestir nýttu færið og stungu af frá ógreiddum reikningum sínum.

Í samtali við Mirror sagði Hesketh að það verði sífellt erfiðara að reka veitingastað og það síðasta sem rekstraraðilar þurfi sé að fólk stingi af frá ógreiddum reikningum sínum.

Rýma varð veitingastaðinn eftir að eldvarnarkerfi í öllum veitinga- og kaffihúsum á hafnarsvæðinu í Liverpool fóru í gang fyrir mistök.

Þetta var dýrt fyrir Hesketh en hann situr uppi með tap upp á sem svarar til um 170.000 íslenskra króna vegna málsins.

Þeir gestir sem voru svo heiðarlegir að snúa aftur á veitingastaðinn fengu afslátt af reikningum sínum og fengu ókeypis heita rétti í stað þeirra sem þeir urðu að skilja eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni