fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Ákærður fyrir nauðgun, morð á afa sínum og rán

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 16:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

23 ára danskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt afa sinn, nauðgun og rán. Þetta gerðist á þriggja mánaða tímabili á síðasta ári.

Samkvæmt ákærunni stakk ungi maðurinn afa sinn til bana í íbúð í Brønshøj í Kaupmannahöfn með 45 hnífsstungum. Hann tók síðan spjaldtölvu, lestarkort, greiðslukort og hass með sér úr íbúð afans.

Fimm dögum áður nauðgaði maðurinn 23 ára karlmanni í Ørstedsparken í Kaupmannahöfn. Þar réðst hann á fórnarlambið ásamt öðrum manni. Sá hélt fórnarlambinu á meðan hinn ákærði nauðgaði því. Ekki hefur tekist að hafa uppi á samverkamanninum.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í september nema hvað hann gekk laus í smá tíma eftir að honum tókst að strjúka af stofnuninni sem hann er vistaður á.

Jótlandspósturinn segir að saksóknarar segi í ákæru að til greina komi að dæma manninn til vistunar á viðeigandi stofnun í stað fangelsis en enn er beðið eftir áliti danska réttarlæknaráðsins á andlegu ástandi mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt