fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Draumastarf nammigrísa er laust – Auglýsa eftir súkkulaðismakkara

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 06:00

Snickers er vinsælasta súkkulaði í heimi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu að leita að vinnu? Ertu orðin þreytt(ur) á núverandi starfi? Finnst þér súkkulaði gott? Ef eitthvað af þessu á við um þig þá er hugsanlegt að rétta starfið bíði bara eftir þér. Adecco, sem er ráðningarskrifstofa, leitar nú að réttu manneskjunni í starf hjá Mars Incorporated, sem framleiðir meðal annars Mars, Snickers og Malteser súkkulaði.

Raunar er verið að leita að átta manns til starfa í smökkunardeild fyrirtækisins. Fólkið á að borða súkkulaði allan vinnudaginn. Manchester Evening News skýrir frá þessu. Engrar reynslu er krafist, ef þú telur þig vera með góða bragðlauka þá uppfyllir þú þau skilyrði sem sett eru.

Umsækjendur þurfa að ganga í gegnum erfitt ferli þar sem þeir eiga til dæmis að gefa ýmsum matvælum einkunn á bilinu 1 til 15 út frá því hversu sæt, bitur, sölt eða krydduð þau eru.

Þeir sem hreppa hnossið munu í upphafi fá sex mánaða þjálfun áður en þeir taka til starfa í höfuðstöðvun Mars í Slough sem er í um 20 mínútna fjarlægð, með lest, frá Paddington stöðinni í Lundúnum.

Því miður er ekki um fullt starf að ræða heldur aðeins 12 klukkustundir á viku og launin eru ekki neitt sérstaklega há eða sem svarar til um 1.700 íslenskra króna á tímann.

Umsóknarfresturinn rennur út í dag svo það verður að hafa hraðar hendur. Hér er hægt að sækja um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni