fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Næturvinna getur aukið líkurnar á krabbameini

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 21:00

Krabbameinsfrumur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur sérfræðinga hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, telur að auknar líkur séu á að fólk fái krabbamein ef það vinnur á nóttinni í langan tíma. Það eru því fleiri ókostir en bara að eiga erfitt með tileinka sér hefðbundinn dægurryþma sem fylgja því að vinna á nóttinni.

Að mati sérfræðinga WHO þá eykur næturvinna líklega hættuna á að brjóstakrabbameini, krabbameini í blöðruhálskirtil og í þörmum. Í umfjöllun Jótlandspóstsins um málið er haft eftir Johnni Hansen, sem situr í sérfræðingaráði WHO og starfar hjá dönsku krabbameinssamtökunum, að hættan á krabbameini tengist ýmsum atriðum.

Þar skipti fjöldi næturvakta í röð hverju sinni máli sem og í hversu mörg ár fólk vinnur á nóttinni. Hann sagði að það að vinna margar næturvaktir í viku hverri í mörg ár geti tvöfaldað líkurnar á að fá krabbamein.

Vísindamenn telja að næturvinna trufli það ferli á nóttinni þegar líkaminn byggir ónæmiskerfið upp á nýjan leik, lagar frumur og hreinsar afgangsefni úr líkamanum.

En auðvitað þurfa sumir að vinna á nóttinni því það er ekki bara hægt að loka öllu og slökkva öll ljós á nóttinni. En að mati sérfræðinga er hægt að draga úr hættunni á að fólk fái krabbamein með því að láta það vinna fáar næturvaktir í röð og ekki í mörg ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni