fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Skelfileg mistök – Fengu samþykki rangrar fjölskyldu til að slökkva á öndunarvél

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær fjölskyldur hafa stefnt borgaryfirvöldum í Chicago í Bandaríkjunum eftir að starfsfólk Mercy sjúkrahússins bað ranga fjölskyldu um leyfi til að slökkva á öndunarvél manns. Fjölskyldunni var sagt að það væri bróðir þeirra sem lægi meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu. Hann hefði fundist nakinn og meðvitundarlaus undir bíl og nú vildi sjúkrahúsið fá heimild til að slökkva á öndunarvélinni sem hélt honum á lífi.

Fjölskyldan féllst að lokum á þetta en vandinn var bara sá að það var ekki öndunarvél bróður þeirra sem þau gáfu heimild til að slökkva á. Þegar fjölskyldan var á fullu að undirbúa útför mannsins birtist hann ljóslifandi. BBC skýrir frá þessu.

Lögreglan hafði gert mistök þegar kennsl voru borin á manninn. Þegar komið var með mann illa á sig kominn á sjúkrahúsið fékk hann nafnið „John Doe“ en það nafn er þeim gefið sem deili eru ekki vituð á þegar þeir koma á sjúkrahús í Bandaríkjunum. Maðurinn var illa útileikinn en samt sem áður taldi lögreglan sig geta staðfest að hann héti Alfonso Bennet og var það álit byggt á ljósmyndum af afbrotamönnum.

Systur hans voru kallaðar á sjúkrahúsið til að bera kennsl á hann. Í fyrstu efuðust þær um að þetta væri bróðir þeirra.

„Ég spurði hvernig þau hefðu getað borið kennsl á hann. Ég þekkti hann ekki.“

Hefur BBC eftir Rosie Brooks.

Starfsfólk sjúkrahússins sagði þeim að systurnar gætu ekki borið kennsl á hann vegna áverka á andliti hans og að þær ættu erfitt með að sætta sig við stöðu mála.

En eftir að Bennett birtist sprelllifandi varð lögreglan að byrja upp á nýtt og bera kennsl á manninn á nýjan leik. Fingraför voru tekin af „John Doe“ í líkhúsinu. Þau sýndu að hér var um Elisha Brittman, 69 ára, að ræða. Þá var haft samband við fjölskyldu hans sem sagðist ekki hafa séð hann um hríð. Fjölskyldan hafði sett sig í samband við sjúkrahús og líkhús í leit að honum en án árangurs.

Fjölskyldur beggja manna hafa nú stefnt sjúkrahúsinu og borgaryfirvöldum fyrir vanrækslu og þær þjáningar sem þetta olli fjölskyldunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Tveggja ára stúlka öskraði – Síðan sá móðirin hver læddist inn í herbergi hennar

Tveggja ára stúlka öskraði – Síðan sá móðirin hver læddist inn í herbergi hennar
Pressan
Í gær

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar
Pressan
Í gær

Starfsmaður heimahjálpar grunaður um að hafa nauðgað níræðri konu

Starfsmaður heimahjálpar grunaður um að hafa nauðgað níræðri konu
Pressan
Í gær

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti