fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Telur að dönsk yfirvöld hafi brotið gegn réttindum barnaníðings með því að neita honum um lausn úr fangelsi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 18:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstunni kveður Mannréttindadómstóllinn í Strasbourg upp úr um hvort dönsk yfirvöld hafi brotið mannréttindi dæmds barnaníðings. Maðurinn var dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi árið 1996 fyrir að hafa reynt að nauðga tveimur 10 ára börnum. Hann hefur setið í Herstedvester fangelsinu síðan. Fangelsismálayfirvöld hafa ítrekað neitað honum um lausn og segja hann of hættulegan til að hægt sé að sleppa honum lausum.

Ótímabundin vistun er einn þyngsti dómur sem hægt er að kveða upp samkvæmt dönskum lögum. Eins og heiti refsingarinnar ber með sér eru engin tímamörk á henni og er það í höndum yfirvalda og dómstóla að meta hvort hinn dæmdi er enn hættulegur samfélaginu og hæfur til að vera látinn laus.

Lögmaður mannsins hefur stefnt danska ríkinu fyrir Mannréttindadómstólinn því hann telur að maðurinn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar því óháðir aðilar hafi ekki lagt mat á hvort hann sé enn hættulegur. Þetta er brot gegn fimmtu grein Mannréttindasáttmála Evrópu að mati lögmannsins.

Dómstóllinn féllst á það á síðasta ári að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Tobias Stadarfeld Jensen, lögmaður hjá Bonnez og Ziebe lögmönnum í Árósum, segist telja að maðurinn sé ekki það hættulegur að það réttlæti að halda honum enn í fangelsi. Það gangi ekki að það sé sama stofnunin sem hafi í 20 ár sagt manninn of hættulegan til að vera látinn laus. Hann eigi rétt á hlutlausu mati á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“