fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Aðvörun frá Sameinuðu þjóðunum – Umhverfisslys gerast einu sinni í viku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar á Indlandi, stórbrunar í Evrópu og ís sem bráðnar með ógnarhraða á Grænlandi. Loftslagið er að breytast og Sameinuðu þjóðirnar vara við því að nú muni umhverfisslys eiga sér stað í hverri viku. Áætlað er að umhverfisslysin muni kosta um 520 milljarða dollara á ári. The Guardian skýrir frá þessu.

Ekki öll þessi slys vekja eins mikla athygli fjölmiðla og þau dæmi sem hér voru tekin. En þrátt fyrir að um sé að ræða „minni háttar“ slys, geta þau orsakað dauða og eyðileggingu. Og það gerist oftar en áður hafði verið gert ráð fyrir, segir Mami Mizutori, sérstakur fulltrúi aðalritara Sameinuðu Þjóðanna, í áhættuminnkunarmálum.

Þetta mun ekki bara gerast í framtíðinni, þetta er að gerast núna.

Í aðvörun sinni bendir hún á loftslagstengdar hamfarir muni kosta þjóðir heims um 520 milljarða dollara á ári.

Kostnaður við uppbyggingu innviða, sem eiga að geta veitt viðnám gegn áhrifum lofstlagsbreytinganna, er um það bil 3% af þessari himinháu upphæð. Og það er ekki nóg, segir Mami Mizutori. Hún segir að sé ekki lengur langtímaverkefni að aðlagast loftslagsbreytingum, þetta sé vandamál sem við þurfum að takast á við strax.

Ef við getum ekki tekist á við vandamálið munum við ekki lifa af.

Í baráttunni fyrir betra loftslagi hefur verið lögð mikil áhersla á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minni áhersla hefur verið á að geta lagað sig að afleiðingum lofstlagsbreytinganna. Fulltúrinn segir í viðtali við The Guardian að þetta verði að breytast.

„Við tölum um neyðarástand í loftslagsmálum, en ef við getum ekki tekist á við vandamálið munum við ekki lifa af“ segir Mami Mizutori.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni