fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Austurríkismenn eru þreyttir á akandi ferðamönnum sem yfirgefa hraðbrautirnar – Grípa til óvenjulegra aðgerða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 19:00

Austurrísk hraðbraut. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðsögutækið sýnir að það er löng röð og miklar tafir framundan á hraðbrautinni. Það leggur því til að nú verði beygt út af hraðbrautinni og ekið eftir þjóðveginum í staðinn til að komast hjá því að sitja í umferðarteppu. Eflaust hafa margir lent í aðstæðum sem þessum á ferðum sínum erlendis. En nú ætla yfirvöld í Austurríki að taka á þessu og meina ferðamönnum að gera þetta þegar þeir aka í gegnum landið.

Staðsetning Austurríkis gerir að verkum að mikil umferð er í gegnum landið en það tengir Norður- og Suður-Evrópu. Austurríska lögreglan er byrjuð að stöðva akstur ferðamanna sem bregða sér út af hraðbrautinni og rekur þá aftur inn á hraðbrautina ef lokaáfangastaður þeirra er ekki í Austurríki.

TV2 skýrir frá þessu. Byrjað var að gera þetta fyrir tveimur vikum og á fyrsta deginum var tæplega 1.000 ökumönnum skipað að aka aftur niður á hraðbrautina og sitja þar í umferðarteppum.

Fjöldi bíla, sem er ekið í gegnum Austurríki, eykst með ári hverju og þetta veldur miklu álagi á hraðbrautirnar og aðra vegi. Oft myndast langar raðir sem sumir reyna að sneiða hjá með því að aka fáfarnari vegi. En nú hafa Austurríkismenn sagt stopp. Ástæðan er sögð vera að nú eigi að vernda landsmenn og gesti. Það sé ekki hægt að láta það viðgangast að umferðaræðar um bæi landsins stíflist vegna bíla ferðamanna sem eru að forðast raðir á hraðbrautum. Það gangi ekki upp að ökutæki lögreglu og sjúkraliðs komist ekki leiðar sinnar vegna þessa og því hafi verið gripið til þessa ráðs.

En það eru ekki allir þeirrar skoðunar að þetta sé góð hugmynd og einn þeirra er Andreas Scheuer, ráðherra umferðarmála í Þýskalandi. Hann hefur ásamt ítölskum starfsbróður sínum sent kvörtun til framkvæmdastjórnar ESB og vonast til að framkvæmdastjórnin taki málið upp og banni Austurríkismönnum að gera þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Tveggja ára stúlka öskraði – Síðan sá móðirin hver læddist inn í herbergi hennar

Tveggja ára stúlka öskraði – Síðan sá móðirin hver læddist inn í herbergi hennar
Pressan
Í gær

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar
Pressan
Í gær

Starfsmaður heimahjálpar grunaður um að hafa nauðgað níræðri konu

Starfsmaður heimahjálpar grunaður um að hafa nauðgað níræðri konu
Pressan
Í gær

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti