fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Dularfullur maður heimsótti gröf drengsins í 70 ár- Þá komst systir drengsins loks að hver hann var

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 07:00

Cotswold. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hefur undarlegt mál verið til umræðu meðal íbúa í litla bænum Cotswold á Englandi. Upphaf þess má rekja allt aftur til 1947 þegar 12 ára skáti, Karl Smith, drukknaði þegar hann var á skátamóti í Wales. Þetta slys hafði mikil áhrif á bæjarbúa og auðvitað fjölskyldu hans. Systir Karls, Ann, var aðeins sjö ára þegar hann lést og bjó því ekki yfir mörgum minningum um hann. Árin liðu og fjölskyldumeðlimir fluttu í burtu og aðrir létust. En Ann hélt alltaf þeirri venju að fara reglulega að gröf Karls sem var aðeins utan við Cotswold. Fljótlega eftir að hún byrjaði á því tók hún eftir því að einhver annar kom þangað reglulega og skildi eftir persónulegar gjafir við legsteininn.

Hún vissi sem var að engir aðrir ættingjar Karls voru á lífi en samt sem áður fann hún alltaf eitthvað nýtt á gröf hans þegar hún heimsótti hana. Stundum voru fasanafjaðrir á gröfinni, stundum kransar og stundum persónuleg skilaboð skrifuð á pappír. Svona gekk þetta í rúmlega 70 ár.

Ann reyndi sitt besta til að komast að hver það væri sem kæmi svona reglulega að vitja leiðis bróður hennar en án árangurs.  Hún auglýsti í blöðum eftir viðkomandi, mætti á skátamót og ræddi þetta opinberlega en allt kom fyrir ekki. Það var eins og viðkomandi vildi ekki koma fram í dagsljósið.

Karl og Ann. Mynd:Skjáskot YouTube

Var þetta bekkjarfélagi Karls? Fjölskylduvinur? Æskuvinur? Hver sem þetta var þá hlaut Karl að hafa haft mikil áhrif á viðkomandi. Af hverju hefði viðkomandi annars átt að heimsækja leiðið reglulega í 70 ár?

Legsteinn Karls.

Ann vildi ekki gefast upp og fékk blaðamanninn Camila Ruz í lið með sér. Camila grófst fyrir um málið og rýndi meðal annars í handskrifuðu skilaboðin sem voru skilin eftir á gröf Karls. Hún komst á slóð viðkomandi en hann reyndist heita Seymour-Westborough og vera frá Gloucester. Hann hafði verið besti vinur Karls í skátastarfinu. Þeir höfðu verið saman í tjaldi nóttina áður en Karl lést og það var Seymour-Westborough sem fann Karl með höfuðið ofan í sjónum.

Í myndbandinu hér fyrir neðan sést þegar Ann komst að hver dularfulli maður var og þegar þau hittust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Fundu kafbát sem hvarf á dularfullan hátt fyrir 51 ári

Fundu kafbát sem hvarf á dularfullan hátt fyrir 51 ári
Pressan
Í gær

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar
Pressan
Í gær

Starfsmaður heimahjálpar grunaður um að hafa nauðgað níræðri konu

Starfsmaður heimahjálpar grunaður um að hafa nauðgað níræðri konu
Pressan
Í gær

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti