fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ford setur nýjan ofurbíl á markaðinn – Kostar 150 milljónir og má ekki vera á götum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 06:00

Ford GT Mk II. Mynd:Ford

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford setur fljótlega nýja útgáfu af ofurbílnum Ford GT á markaðinn. Um er að ræða 700 hestafla bíl sem mun kosta 1,2 milljónir dollara eða rúmlega 150 milljónir íslenskra króna.

Þetta er engin smá upphæð fyrir bíl og þá kannski sérstaklega í ljósi þess að ekki má aka honum á almennum vegum heldur aðeins á sérhönnuðum brautum.

Væntanlega mun þó hvorki verðið né takmarkað notagildi bílsins halda aftur af vel fjáðum bílaáhugamönnum.

Samkvæmt frétt CNN mun nýja útgáfan heita Ford GT Mk II. Aðeins 45 bílar verða framleiddir. En það fær ekki hver sem er að kaupa þessa bíla því áhugasamir þurfa að sækja um að fá að kaupa þá og Ford þarf að samþykkja umsóknirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“