fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Upprættu stóran mansalshring – Rúmlega 400 fórnarlömb

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 16:37

Þolendurnir bjuggu við skelfilegar aðstæður. Mynd:West Midlands Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska lögreglan hefur upprætt stóran mansalshring sem hafði neytt rúmlega 400 manns til að vinna fyrir lítil sem engin laun en stærsta hluta launanna hirtu meðlimir hringsins. Átta meðlimir mansalshringsins hafa nú hlotið dóma fyrir mansal en þeir eru allir frá Póllandi.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta sé eitt stærsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum á síðustu árum. Meðlimir mansalshringsins höfðu rúmlega tvær milljónir punda upp úr krafsinu og lifðu lúxuslífi á meðan fórnarlömb þeirra bjuggu við skelfilegar aðstæður.

Mansalshringurinn samanstóð af fimm körlum og þremur konum. Þau nýttu sér eymd og neyð örvæntingarfullra samlanda sinna og þá þeirra sem veikastir voru fyrir. Heimilislausir, fyrrum afbrotamenn og áfengissjúklingar voru efst á óskalista þeirra yfir fórnarlömb. Fólkið var lokkað til Bretlands undir því yfirskyni að það fengi vinnu og góð laun. En raunveruleikinn var allt annar, fólkið bjó við ömurlegar aðstæður og fékk sáralítil laun.

Hryllilegar aðstæður. Mynd:West Midlands Police

Fólkið var látið búa í lélegum húsum þar sem rottur og aðrir skaðvaldar voru til staðar og ekkert rennandi vatn var. Fólkið neyddist því til að þrífa sig í síkjum. Mat fékk fólkið frá góðgerðarsamtökum því það þénaði ekki nóg til að eiga fyrir mat en stundum fékk það gamlan mat frá ofbeldismönnunum. Óþétt klósett þurfti fólkið að laga með teppum og lökum.

Vikulaun fólksins voru sem nemur um 3.700 íslenskum krónum.

Hin dæmdu. Mynd:West Midlands Police

Lögreglunni hefur tekist að bera kennsl á 92 af fórnarlömbunum en telur að um 350 fórnarlömb hafi yfirgefið Bretland eða séu of hrædd til að gefa sig fram við yfirvöld.

Fólkið var dæmt í þriggja til ellefu ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?