fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Vann 2,5 milljarða í lottói – Hefur tapað nær öllu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega einum áratug vann ástralskur maður sem svarar til um 2,5 milljarða íslenskra króna í lottói. En nú er svo komið að hann hefur tapað nær öllum vinningnum. Ástæðan? Slæmar fjárfestingar og enn verri fjárfestingarráðgjöf.

The West Australian skýrir frá þessu. Fram kemur að maðurinn, sem veitti vinningshafanum fjárfestingaráðgjöf, hafi nú verið dæmdur til að greiða honum háar bætur.

Málið hófst 2007 þegar Sherif Girgis, þá 23 ára, trúði varla eiginn heppni þegar hann vann stærsta lottóvinninginn í ástralskri sögu. Á augabragði breyttist líf hans algjörlega. Hann hætti að vinna hlutastarf í kvikmyndahúsi og varð milljarðamæringur.

Þegar peningarnir höfðu skilað sér inn á bankareikninginn hans ákvað hann að leita ráða hjá hinum farsæla fasteignasala Russell Poliwka og fá ráð um fjárfestingar. Á skömmum tíma var milljónum mokað út, þar á meðal í bar, lúxusbát, næturklúbb og einnig keypti hann mikið af jörðum.

Peningarnir streymdu út af reikningnum en innstreymið var öllu minna. Eftir fimm ár átti hann sem nemur rúmlega 400 milljónum íslenskra króna eftir. Tveimur árum síðar hafði hann tapað enn meiru og ákvað þá að höfða mál á hendur Poliwka fyrir slæma ráðgjöf. Það mál hefur hann nú unnið að sögn The West Australian. Hann fær þó ekki mikið í bætur ef miðað er við stærð lottóvinningsins en bæturnar nema sem svarar til um 170 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni