fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

IKEA í mótvindi í Póllandi eftir brottrekstur starfsmanns – Lét hatursorð um hinsegin fólk falla á innrivef fyrirtækisins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 20:00

IKEA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan maí birti IKEA í Póllandi grein á innrivef sínu til stuðnings hinsegin fólki. Í greininni var starfsfólk hvatt til að spyrja viðskiptavini um hvernig þeir vildu láta ávarpa sig og spyrja út í maka þeirra og fjölskyldu. Þetta fór fyrir brjóstið á einum starfsmanna IKEA í Varsjá.

Newsweek skýrir frá þessu. Maðurinn, Thomasz K., var þeirrar skoðunar að hann væri ráðinn til að selja húsgögn en ekki til að útbreiða skoðanir sem hann telur ekki samrýmast kaþólskri trú. Hann birti því færslu á innrivef IKEA þar sem hann sagði að það væri hneyksli að sætta sig við og fagna samkynhneigð. Með þessu lét hann fylgja nokkrar tilvitnanir í Gamla Testamentið sem eru fjarri því að vera hliðhollar samkynhneigðum og öðru hinsegin fólki.

Stjórnendur IKEA voru ekki ánægðir með þetta og hvöttu Thomasz K. til að fjarlægja færsluna. Það vildi hann ekki og sagði að hér væri meðal annars um heilaga ritningu að ræða og hana mætti ekki ritskoða.

Hann var því aftur kallaður á fund og tilkynnt að honum væri sagt upp störfum.

Hann hefur nú stefnt IKEA fyrir ólögmæta uppsögn sem hann segir hafa byggst á mismunum vegna trúar hans. Málið hefur vakið mikla athygli í Póllandi og IKEA hefur fengið að kenna á því, bæði frá almenningi en einnig frá stjórnmálamönnum sem hafa sumir hvatt fólk til að sniðganga IKEA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni