fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Kennarar eyða sumarfríinu í vopnaþjálfun – „Við búum okkur undir það versta“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 08:00

Mótmæli gegn byssueign í Bandaríkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hafa verið gerðar fleiri skotárásir í bandarískum skólum en á síðasta ári.  Þetta og álíka voðaverk á undanförnum árum valda því að kennarar í Utah eyða nú sumarfríinu sínu í að æfa sig í meðferð og notkun skotvopna. Þeir eiga að geta brugðist við skotárásum með þessu.

Á laugardaginn mættu 30 kennarar á skotæfingasvæði lögreglunnar í miðju ríkinu til að hefja fjögurra vikna langt námskeið í notkun skotvopna. Kennararnir munu læra að hlaða skotvopn, miða og skjóta og hæfa skotmörk. Þeir fá einnig þjálfun í að leysa deilur, sjálfsvörn og hvernig á að hlú að særðum.

AP hefur eftir Christy Belt, kennara í fimmta bekk, að hún sæki námskeiðið vegna þeirra mannskæðu skotárása sem hafa verið gerðar á undanförnum árum. Hún vilji geta brugðist við ef skotárás verður gerð í skólanum hennar.

„Það er ekki þannig að ég eigi að leika Rambo og vernda allan skólann en það er gott að ég geti verndað börnin í bekknum mínum þannig að þau verði ekki fórnarlömb. Ég vona líka að þjálfun okkar komi í veg fyrir að fólk komi inn í skólana og skjóti börnin okkar. Það má segja að við vonum það besta en búum okkur undir það versta.“

Á síðasta ári voru 94 skotárásir gerðar í bandarískum skólum en það er 60% aukning frá árinu 2006 sem var metár þar til á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku