fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Metsöluhöfundurinn og litla systirin varð glæpakónginum að falli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 06:00

Willem Holleeder. Skjáskot:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var umtalaðist glæpamaður Hollands dæmdur í ævilangt fangelsi. Eftir lengstu morðréttarhöld sögunnar var Willem Holleeder fundinn sekur um fimm morð og manndráp af gáleysi. Aðalvitnið í málinu gegn þessum 61 árs glæpakóngi var yngri systir hans, metsöluhöfundurinn Astrid Holleeder.

„Ef þú talar við hann í fimm mínútur líkar þér við hann, jafnvel þótt þú vitir að hann hafi framið fjölda afbrota. Eftir tíu mínútur trúir þú ekki því sem er sagt um hann. Eftir fimmtán mínútur heldur þú að ég sé geðveik því hann er frábær.“

Sagði Astrid um bróður sinn.

Hún ákvað að taka málin í eigin hendur til að koma honum á bak við lás og slá. Hún fór því að taka samtöl sín við hann upp með leynd. Þetta var ekki hættulaust því Willem var vanur að leita á henni þegar þau hittust. Hún þurfti því að sérhanna upptökubúnaðinn og sauma hann inn í brjóstahaldara og hálsmál á skyrtum.

Í felum

Astrid þarf nú að lifa í felum og varð að láta af störfum sem lögmaður og verjandi sakamanna.

„Eitthvað varð að gera til að stöðva hann.“

Sagði hún í samtali við BBC.

Willem komst fyrir alvöru í kastljósið þegar hann tók þátt í því að ræna Freddy Heineken, forstjóra Heineken bjórframleiðandans, 1983. Heineken og bílstjóra hans var rænt þann 9. nóvember það ár í Amsterdam. Þeim var haldið föngnum í þrjár vikur eða þar til lausnargjald, sem nemur um tveimur milljörðum íslenskra króna, var greitt fyrir þá.

Willem og þrír samstarfsmenn hans náðust að lokum og hlutu fangelsisdóma. Meðal þeirra var Cor van Hout sem varð síðar mágur Willem og Astrid því hann kvæntist Sonja systur þeirra. En eitthvað var Willem í nöp við þennan mág sinn því snemma á þessari öld fékk hann leigumorðinga til að myrða Cor van Hout.

Astrid Holleeder. Mynd:Pintrest

Þrátt fyrir að vera þekktur glæpakóngur fór Willem ekki huldu höfði og lifði hátt. Frægt fólk vildi gjarnan umgangast hann og fólk bað hann um eiginhandaráritanir.

En nú sér Willem fram á að eyða því sem eftir lifir á bak við lás og slá. Það sama má kannski segja um Astrid sem þarf að fara huldu höfði það sem eftir er.

„Ég veit að hann vill drepa mig. Ég áfellist hann ekki. Á hverjum degi eru mörg augnablik þar sem einhver getur komið og skotið þig. Þessa tilfinningu þarf ég alltaf að búa við. Mér líður eins og svikara. Ég sveik hann.“

Sjálfsævisaga hennar, Júdas, hefur rokselst og hún hefur efnast vel á bókinni. Leikrit hefur verið gert upp úr henni og verið er að framleiða sjónvarpsþáttaseríu byggða á bókinni sem hefur verið þýdd á 11 tungumál.

„Jafnvel þótt hann segi að hann vilji mig ekki feiga lengur eru margir aðrir sem vilja drepa mig til að reyna að ganga í augun á honum.“

Sagði Astrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Fundu kafbát sem hvarf á dularfullan hátt fyrir 51 ári

Fundu kafbát sem hvarf á dularfullan hátt fyrir 51 ári
Pressan
Í gær

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar
Pressan
Í gær

Starfsmaður heimahjálpar grunaður um að hafa nauðgað níræðri konu

Starfsmaður heimahjálpar grunaður um að hafa nauðgað níræðri konu
Pressan
Í gær

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti