fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Nú er það opinbert – Fyrsti LEGO-vatnsskemmtigarðurinn í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 18:30

Legoland vatnsleikjagarður. Skjáskot:YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur gaman af því að leika þér í vatni og hefur gaman af LEGO-kubbum, þá eru þetta góðar fréttir fyrir þig.  Á næsta ári verður fyrsti LEGO-vatnsskemmtigarður í Evrópu opnaður á sérstöku svæði í stærsta skemmtigarði Ítalíu, Gardalandi. Þetta verður líka í fyrsta sinn sem LEGO-vatnsskemmtigarður verður opnaður í skemmtigarði sem ekki er LEGO-skemmtigarður.

Gardaland segir frá þessu í fréttatilkynningu. Lítið er um upplýsingar frá Gardalandi um það, hverju gestir nýja vatnsskemmtigarðsins mega búast við, eða hvaða tæki verða í garðinum. Gardaland upplýsir þó að opinbert nafn garðsins verði „LEGOLAND Water Park“ og að markhópur hans verði fjölskyldur með börn á aldrinum tveggja til tólf ára. Einnig hefur verið upplýst að gildi LEGO, „skemmtilegur leikur, hugmyndaflug, sköpunargáfa, nám, umhyggja og gæði“, verði í hávegum höfð í hinum nýja garði.

Áfangastaður ferðamanna

Forsvarsmenn Gardalands hlakka til þess að LEGO-merkið verði hluti af hinum ítalska skemmtigarði. Þar vonast menn til þess að hið heimsþekkta LEGO-merki muni stykja stöðu Gardalands sem aðlaðandi ferðamannastaðar.

Talsmenn Ítalíudeildar LEGO segja þetta frábærar fréttir. „Við erum mjög stolt og ég er viss um það að garðurinn muni gleðja bæði stóra og smáa LEGO byggingameistara“, segir Paolo Lazzarin forstjóri LEGO á Ítalíu.

Í dag eru LEGO vatnsskemmtigarðar í Legolandi á Flórída og í Legolandi í Dubai.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni