fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Ný ótrúleg tilgáta – Þess vegna hrapaði flug MH370 í hafið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki verið neinn skortur á tilgátum um ástæðu þess að MH370, frá Malaysia Airlaines, hvarf skyndilega af ratsjám eftir flugtak frá Kuala Lumpur og hrapaði síðan í hafið þegar vélin var á leið til Peking þann 8. mars 2014. Nú hafa flugsérfræðingar komið fram með nýja ótrúlega kenningu.

Laumufarþegi gæti vel hafa rænt vélinni og flogið henni í hafið og þar með tekið 239 farþega og áhafnarmeðlimi með sér í dauðann. New York Post skýrir frá þessu.

Brak úr flugvélinni hefur skolað á land í Madagaskar og í austurhluta Afríku. Það sem skolað hefur á land er þó aðeins lítill hluti vélarinnar, meirihluti hennar er enn ófundinn, þrátt fyrir mikla og endurtekna leit.

Flugsérfræðingurinn Tim Termini bendir á fjóra möguleika á því hvernig ránið hefði getað farið fram:

Í fyrsta lagi gæti MH370 hafa verið rænt af einhverjum í áhöfninni.

Annar möguleiki er að farþegi hafi rænt vélinni.

Í þriðja lagi nefnir hann möguleikann á laumufarþegar og að síðustu að vélinni hafi verið rænt af einhverjum á jörðu niðri.

Philip Baum, frá tímaritinu Aviation Security International, styður kenninguna um laumufarþega, þrátt fyrir að margir embættismenn hafi ekki tekið  þessa tilgátu trúanlega. Hann segir að laumfarþegi geti vel hafa borið ábyrgð á hvarfi vélarinnar.

Það eru þó ekki margir sem taka undir þessar hugmyndir. Algengasta tilgátan er að hinn 53 ára gamli flugmaður vélarinnar, Zaharie Ahmad Shah, hafi flogið vélinni í hafið, en talið er að flugmaðurinn hafi verið þunglyndur eða í andlegu ójafnvægi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni