fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Svarið við ráðgátunni um hvarf Anne-Elisabeth gæti verið að finna í þessu húsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 06:00

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan vinnur enn hörðum höndum að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf í lok október á síðasta ári. Þá hvarf hún af heimili sínu og eiginmannsins, Tom Hagen. Hjónin eru meðal ríkustu Norðmannanna og eru eignir þeirra taldar í milljörðum. Lengi var talið að henni hefði verið rænt því kröfur um lausnargjald voru settar fram á miðum sem fundust á heimilinu eftir hvarf hennar. Nýlega skýrði norska lögreglan frá því að hún teldi að mannránið hefði verið yfirvarp og að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani.

Enn er þó ekki vitað nákvæmlega hvað gerðist eða hver eða hverjir voru að verki. Dagbladet reyndi að fá Tommy Brøske, sem stýrir rannsókninni, til að svara hvort lögreglan telji að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili sínu eða utan þess en því vildi hann ekki svara.

Hann lagði þó áherslu á að svarið við þessu gæti verið að finna í húsi þeirra hjóna. Hann sagði enga spurningu að lögreglan hafi mikinn áhuga á húsinu en hann vilji ekki tjá sig frekar um þann áhuga. Það sé markmið lögreglunnar að leysa málið og enn sé unnið á fullu að rannsókn þess.

1.700 ábendingar hafa borist í málinu og 400 manns hafa verið yfirheyrðir. Umfangsmiklar tæknirannsóknir hafa verið gerðar og upptökur úr ótal eftirlitsmyndavélum hafa verið skoðaðar. En þetta hefur ekki skilað lögreglunni miklu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf