fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Viðskiptastríð Trump átti að efla bandaríska stáliðnaðinn – Verðmæti U.S. Steel hefur lækkað um 700 milljarða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 22:00

Verksmiðja U.S. Steel í Gary Indiana. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slagorð Donald Trump í slagnum um forsetastólinn í Bandaríkjunum var „Make America Great Again“. Eitt af atriðunum í þessari stefnu forsetans var að leggja tolla á útlenskt stál til að auka innlenda framleiðslu og skapa störf fyrir Bandaríkjamenn. En þessir tollar hafa farið þveröfugt í hið þekkta stálframleiðslufyrirtæki U.S. Steel sem hefur neyðst til að draga úr framleiðslu og verðmæti fyrirtækisins hefur lækkað um sem nemur 700 milljörðum íslenskra króna.

„Verkamennirnir eru komnir aftur í vinnu og enn einu sinni hellum við bandarísku stáli niður í kjölfestu landsins okkar. U.S. Steel er risið upp á nýjan leik.“

Sagði Trump í ræðu í júlí á síðasta ári þegar hann heimsótti fyrirtækið. En samkvæmt frétt Bloomberg þá er raunveruleikinn annar eins og stundum vill vera með það sem Trump segir.

U.S. Steel er eitt þekktasta fyrirtæki Bandaríkjanna og næststærsti stálframleiðandi landsins. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins hefur lækkað um tæplega 70% síðan Trump hóf tollastríð sitt fyrir 16 mánuðum.

Hlutabréfin hafa því lækkað um 5,6 milljarða dollara og það sem átti að vera uppsveifla fyrir verkamenn í námu- og bílaframleiðsluríkjunum, þekkt sem ryðbeltið, hefur alls ekki gengið eftir.

Bloomberg segir að vel hafi gengið hjá U.S. Steel síðasta sumar og framleiðslan hafi aukist því erlent stál hækkaði í verði og skattalækkanir á atvinnulífið tóku gildi. Um leið og bandarísku stálframleiðendurnir juku framleiðsluna til að mæta minni innflutningi kepptust þeir um að slá hver öðrum við og framleiðslan varð einfaldlega of mikil. Á sama tíma dróst erlend eftirspurn saman. Þetta hefur haft slæm áhrif á U.S. Steel og mörg önnur stálframleiðslufyrirtæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?