fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Bresk stjórnvöld vara við siglingum vegna hótana frá Íran

Karl Garðarsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 14:36

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk stjórnvöld vöruðu í dag við siglingum um Hormuz-sund eftir að Íranar reyndu í gær að hindra för bresks olíuskips sem fór þar um. Að sögn breska varnarmálaráðuneytisins reyndu þrír íranskir bátar að stöðva olíuskipið, en hörfuðu þegar breska herskipið HMS Montrose skarst í leikinn.

Í tilkynningu bresku stjórnarinnar eru írönsk stjórnvöld hvött til að draga úr spennunni sem er á svæðinu, en fúkyrði hafa gengið á milli stjórnvalda í Teheran og Bandaríkjamanna undanfarna daga, þar sem þetta er ekki fyrsta tilvikið þar sem Íranar reyna að stöðva skip sem sigla undir vestrænum fána. Með þessu háttalagi hafi Íranar brotið gegn alþjóðalögum og atvik sem þessi séu litin mjög alvarlegum augum.

Íranar hafa vísað ásökunum Breta á bug og segja ekkert hæft í þeim.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni