fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hann hefur farið í fjölda hættulegra aðgerða til að líkjast gæludýrinu sínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 19:00

Hann sker sig óneitanlega úr. Mynd:Instagram/@ted_parrotman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ted Richards hefur glatað heyrninni að hluta og á á hættu að verða blindur. Þetta er vegna aðgerða sem hann hefur gengist undir til að líkjast uppáhaldsdýrinu sínu sem mest. Það er páfagaukur sem hann á.

Þessi sextugi Breti hefur lengi verið þekktur í litlum hópum en nú má segja að heimsfrægðin hafi knúið dyra hjá honum. Hann kemur fram í þáttum bresku sjónvarpstöðvarinnar Channel 5 „The House of Extraordinary People“.

Í þáttunum segja hann og níu aðrir frá því hvernig það er að lifa með útlit sem ekki fellur að stöðlum samfélagsins.

Eitt fyrsta skref Ted til að líkjast páfagauknum var að láta húðflúra fimm liti páfagaukafjaðranna á líkamann. Því næst fór hann í erfiða augnaðgerð sem hefði getað gert hann blindan. Í henni var rauðum og bláum lit sprautað í augun. Einnig hafa stórir hlutar verið skornir af eyrum hans. Hann segir að þetta hafi skaðað heyrnina en hafi verið þess virði.

Fyrir tveimur árum breytti hann nafni sínu í Ted Parrotman.

„Ég er ekki í neinum tengslum við foreldra mína. Það hef ég ekki verið árum saman því okkur semur ekki mjög vel. Ég veit raunar ekki hvort þau eru á lífi. Ég tala heldur ekki við systkin mín.“

Sagði hann í samtali við Bristolpost.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug