fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Hróarskelda gæti orðið ný höfuðborg Danmerkur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 20:30

Verður Hróarskelda höfuðborg Danmerkur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn fremsti vísindamaður Dana í umhverfismálum telur, að loftslagsbreytingar geti orðið til þess að nauðsynlegt verði að flytja höfuðborg Danmerkur. Karsten Arnbjerg-Neilsen, prófessor við Danmarks Tekniske Universitet (DTU), efast ekki um það að loftslagsbreytingar muni hafa mikil áhrif á danskt samfélag og muni þvinga bæjarfélög til róttækra breytinga.

Hann segir í viðtali við Jótlandspóstinn, að það sé svo dýrt að aðlaga þær borgir og bæi sem liggja við ströndina að loftslagsbreytingunum að það geti orðið nauðsynlegt að skipta um höfuðborg. Hann segir að áhrif loftslagsbreytinga séu svo miklar að 25% alls útsvars sem greitt er í Kaupmannahöfn, muni fara í viðgerðir á húsum og innviðum borgarinnar. Hann segir ennfremur að samfélagið hafi ekki efni á þessu, að við getum ekki haldið áfram á sömu braut. Ef hitastig heimsins muni hækka um fjórar gráður muni maður kannski sjá eftir því að hafa ekki skipt um höfuðborg.

Ef yfirborð hafsins mun hækka um einn og hálfan metra, eins og margar spár segja til um, telur Karsten Arnbjerg-Nielsen, að kostnaður Kaupmannahafnar vegna þess, gæti orðið um 150 til 250 milljarðar króna á ári. Hann bendir á Hróarskeldu sem besta kostinn til að taka við titlinum sem ný höfuðborg landsins, þar sem Kaupmannahöfn mun ekki verða eins nálægt ströndinni, ef byggja þarf varnargarða í kringum borgina svo hægt sé að halda vatninu frá.

Hann bendir einnig á það að samfélagið muni þurfa að taka erfiðar ákvarðanir í framtíðinni. „Það er ekki hægt að byggja 8.000 kílómetra langa varnagarða í kringum Danmörku. Það þarf að finna út úr því hvar á að byggja og hvar á ekki að byggja“, segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni