fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Telja að Indland geti orðið óbyggilegt í framtíðinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 06:00

Myndin er frá Nýju Delí á Indlandi og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 100 manns létust í síðustu viku af völdum hitabylgju á Indlandi. Sérfræðingar telja að þetta sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal og að í framtíðinni verði þetta fjölmenna land óbyggilegt. Hitinn komst í 48 gráður í Nýju Delí í júní og í Churu í Rajasthan, vestan við höfuðborgina, mældist hitinn 50,6 gráður.

CNN skýrir frá þessu. Á Indlandi verða hitabylgjur venjulega á tímabilinu frá mars og fram í júlí en láta undan þegar monsúntímabilið hefst. En á undanförnum árum hafa hitabylgjurnar verið fleiri en áður, heitari og hafa varða lengur en venjulega.

Í Bihar, sem er fátækasta svæði landsins, neyddust yfirvöld til að loka öllum skólum eftir að 100 manns létust af völdum hita. Íbúar voru hvattir til að halda sig innandyra yfir heitasta tíma dagsins.

Panel on Climate Change (IPCC) segir að Indland sé eitt þeirra landa sem reiknað er með að verði fyrir mestum áhrifum af völdum loftslagsbreytinganna. Vísindamenn við Massachusetts Institute of Technology (MIT) telja að í framtíðinni verði svo heitt á Indlandi að fólk muni eiga erfitt með að búa þar.

„Jafnvel þótt við náum að stöðva loftslagsbreytingarnar lítur út fyrir að hitabylgjur verði verri í framtíðinni og að þær verði miklu heitari ef ekki tekst að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.“

Sagði Elfaith Eltahir, prófessor í loftslagsmálum hjá MIT, í samtali við CNN.

Rúmlega 5.000 létust

Á síðasta ári létust rúmlega 5.000 manns á Indlandi af völdum 484 hitabylgja. 2010 voru hitabylgjurnar aðeins 21. Vísindamenn segja líklegt að ástandið muni bara versna.

Meðal þess sem veldur þessari aukningu á fjölda hitabylgja er að jöklar í Himalaya bráðna nú tvöfalt hraðar en áður. Þetta veldur því að vatnsmagn í ám eykst og því verður miklu meiri munur en áður á milli þeirra tímabila sem þurrt er og þeirra sem blautt er.

Raki í jarðvegi stýrir síðan hitastiginu og eftir því sem jarðvegurinn þornar hækkar hitinn. Það eykur síðan enn á vandann að mikið af grunnvatni er notað á Indlandi og því þornar jarðvegurinn enn meira því meira er notað af vatni en úrkoma og bráðnun skilar.

Svört spá

Vísindamenn hjá MIT skoðuðu nýlega tvær spár frá IPCC til að leita svara við hvort Suðu-Asía verði byggileg í framtíðinni.

Í þeirri fyrri er gengið út frá því að meðalhiti á heimsvísu hækki um 4,5 gráður fyrir lok aldarinnar. Hin er ekki alveg jafn svört því þar er gengið út frá að hitinn hækki um 2,25 gráður. En báðar þessar spár gera ráð fyrir meiri hækkun meðalhita en kveðið er á um í Parísarsáttmálanum en samkvæmt honum á að halda hlýnuninni innan við tvær gráður fyrir næstu aldamót.

Góðu fréttirnar af yfirferð MIT eru að engir hlutar Suður-Asíu verða óbyggilegir á þessari öld.

En slæmu fréttirnar eru að ef losun gróðurhúsalofttegunda helst óbreytt sem og hækkun meðalhita verða þó sum svæði í norðausturhluta Indlands og í Banglades óbyggileg. En ekki nóg með það því stórir hlutar Suðu-asíu, þar á meðal norðaustur- og austurhlutar Indlands, nyrstu hlutar Sri Lanka og Indusdalurinn í Pakistan, verða nær ómögulegir til búsetu fyrir menn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“