fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Telja sig hafa fundið leið til að takast á við stóran hluta þeirrar mengunar sem mannkynið hefur valdið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 06:00

Losun gróðurhúsalofttegunda er mikil og veldur loftslagsbreytingum. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna hjá ETH háskólanum í Zürich í Sviss er gróðursetning trjáa áhrifarík leið til að berjast gegn áhrifum losunar gróðurhúsalofttegunda. Einnig kemur fram að þetta sé líklega ódýrasta, einfaldasta og áhrifamesta lausnin. Ef nógu mörg tré verða gróðursett geta þau dregið í sig tvo þriðju hluta þeirra gróðurhúsalofttegunda sem mannkynið hefur losað út í andrúmsloftið.

National Geographic hefur eftir Tom Crowther, einum vísindamannanna, að niðurstöður rannsóknarinnar sýni að gróðursetning trjáa sé besta lausnin sem við höfum í dag á loftslagsvandanum. Ef gripið verði til aðgerða nú þegar sé hægt að minnka magn koltvíildis í andrúmsloftinu um 25%. Þá væri magnið í andrúmsloftinu eins og það var fyrir hundrað árum.

Risastór skógur

Í rannsókninni er því slegið fast að nægilegt landrými sé til að auka skóglendi heimsins um þriðjung og það án þess að hafa áhrif á núverandi byggðir eða landbúnað. Vísindamennirnir telja að jörðin geti borið 0,9 milljarða hektara af skóglendi til viðbótar því sem nú er. Það er svæði á stærð við Bandaríkin.

Þótt það takist að takmarka hlýnun loftslagsins við 1,5 gráður mun það svæði sem hentar fyrir gróðursetningu trjáa minnka um fimmtung fram til 2050 því það verður einfaldlega of hlýtt á mörgum svæðum til að tré geti þrifist þar.

Gróðursetja þarf um einn milljarð trjáa til að ná markmiði vísindamannanna en það myndi kosta um 300 milljarða dollara en er samt sem áður langódýrasta lausnin sem þekkt er í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða