fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

„Þú ert svo hættulegur að það á ekki að hleypa þér út í samfélagið“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

35 ára danskur karlmaður var í síðustu viku dæmdur í ótímabundið fangelsi fyrir að hafa nauðgað níu ára stúlku. Undirréttur í Holstebro fór að tillögu danska réttarlæknaráðsins og dæmdi manninn til þessarar refsingar sem er ein þyngsta refsing sem unnt er að beita samkvæmt dönskum lögum. Henni er aðeins beitt gegn fólki sem er talið mjög hættulegt umhverfi sínu.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa numið stúlkuna á brott í Vinderup síðasta sumar og að hafa síðan nauðgað henni á mannlausu svæði í Mors.

Samkvæmt frétt Danska ríkisútvarpsins lokkaði maðurinn stúlkuna inn í bílinn við Vinderup og ók síðan með hana til Mors.

„Ef þú gerir eins og ég segi hittir þú mömmu þína aftur. En ef þú gerir ekki eins og ég segi hittir þú hana ekki aftur.“

Sagði hann við stúlkuna samkvæmt ákæruskjali. Hann er einnig sagður hafa spurt stúlkuna hvort hún þekkti einhverja fullorðna sem vildu stunda kynlíf með börnum.

Maðurinn hefur alla tíð neitað sök en játar að hafa tekið stúlkuna upp í bílinn við Vinderup. Hún hafði staðið í vegkantinum og virst döpur og því hafi hann tekið hana upp í og ekið henni heim. Annað hafi ekki gerst.

Hann hefur áður hlotið dóm fyrir að nauðga barnungri stúlku. Á þeim grundvelli lagði réttarlæknaráði til að hann yrði dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi.

Fyrir dómi sagði Pia Koudahl, saksóknari, að ótímabundin vistun væri eina leiðin til að tryggja að maðurinn verði ekki látinn laus á meðan hann er enn hættulegur. Ef hann fengi tímabundinn dóm gæti hann bara beðið eftir að verða látinn laus á nýjan leik.

Þegar dómurinn var kveðinn upp sagði dómsforsetinn í fjölskipuðum dóminum að framburður stúlkunnar væri trúverðugur en það sama væri ekki hægt að segja um framburð mannsins.

„Til að koma beint að kjarna málsins þá komumst við að þeirri niðurstöðu að þú sért svo hættulegur að það eigi ekki að hleypa þér út í samfélagið.“

Sagði dómsformaðurinn þegar hann talaði til mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni