fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Barnaníðingur reyndi að nauðga þremur stúlkum – Mannréttindadómstóll Evrópu segir mannréttindi hafa verið brotin á honum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júlí 2019 07:00

Tim Henrik Bruun Hansen. Mynd:Københavns Vestegns Politi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu 19 ár hefur Tim Henrik Bruun Hansen setið í Herstedvester fangelsinu í Danmörku en hann hefur setið samfleytt í fangelsi frá 1996. Hann var dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi, en það er þyngsta refsing sem hægt er að dæma fólk til samkvæmt dönskum lögum, fyrir að hafa reynt að nauðga þremur ungum stúlkum.

Hann hefur ítrekað sótt um að vera látinn laus til reynslu en fangelsismálayfirvöld hafa alltaf hafnað þeirri ósk og segja hann of hættulegan umhverfi sínu og samfélaginu til að hægt sé að láta hann lausan.

Í dómi Hæstaréttar segir að til að hægt verði að láta hann lausan verði hann að fallast á að vera vanaður með lyfjum. Því hefur hann neitað. Hann stefndi danska ríkinu fyrir Mannréttindadómstólinn í Strasbourg vegna þessarar ákvörðunar Hæstaréttar og vegna neitunar á að hann fengi reynslulausn. Hann hélt því fram að það væri brot á mannréttindum hans að það væru fangelsismálayfirvöld sem tækju ákvörðun um hvort hann væri hæfur til að fá reynslulausn. Hér ætti hlutlaus aðili að taka ákvörðun en ekki sömu yfirvöld og vista hann í fangelsi.

Sakaskrá Hansen, sem er á sextugsaldri, er löng. Hann hefur hlotið marga dóma og eru þeir allir tilkomnir vegna nauðgana eða tilrauna til að nauðga börnum.

Mannréttindadómstóll Evrópu féllst á þriðjudaginn á málflutning lögmanns Hansen og segir í niðurstöðu að það sé brot á mannréttindum hans að óháður aðili leggi ekki mat á hvort óhætt sé að láta hann lausan. Þá finnur Mannréttindadómstóllinn einnig að niðurstöðu Hæstaréttar um að vana eigi Hansen með lyfjagjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni