fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Dularfull dauðsföll í ferðamannaparadís

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júlí 2019 06:00

Frá Mexíkó. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir hafa misst meðvitund, aðrir hafa hlotið alvarlega heilaskaða og í verstu tilfellunum hefur fólk látist. Þetta hefur gerst í ferðamannaparadísinni Playa del Carmen í Mexíkó á undanförnum árum. Ekki er vitað með vissu hvað veldur.

Kenningar eru uppi um að ólöglegt áfengi, sem inniheldur mikið magn metanóls (tréspíra), eigi hér hlut að máli.

Í janúar 2017 fundust systkinin Abbey og Austin Connor meðvitundarlaus í sundlaug á fimm stjörnu hóteli í Playa del Carmen. Andlit þeirra vísuðu ofan í vatnið. Fyrir eitthvað kraftaverk lifði Austin af en ekki tókst að bjarga lífi Abbey. Systkinin höfðu drukkið nokkur glös af sterku áfengi með málsverði skömmu áður. Ekki var um mikið magn að ræða en samt sem áður misstu þau bæði meðvitund.

Þetta er fjarri því að vera eina tilfellið. Eftir að The Journal Sentinel fór að fjalla um mál systkinanna hafa rúmlega 200 manns sett sig í samband við blaðið og skýrt frá upplifun sinni. Eitt er sameiginlegt í frásögnum allra, fólkið hafði allt drukkið áfengi áður en hremmingar þess hófust. Margir misstu minnið eftir að hafa drukkið blöndu af kóladrykk og Jägermeister.

Aðrir veiktust eftir að hafa drukkið margarítur sem innihéldu tekíla. Nýgift par vaknaði á sjúkrahúsi eftir að hafa drukkið einn fordrykk. Þau misstu meðvitund og minnið.

Auk þessara atburða hafa óvenjulega margir drukknað á svæðinu.

Lögreglunni hefur gengið illa að finna út hvað veldur þessu meðvitundarleysi og veikindum ferðamanna. En sjónir hennar hafa beinst að áfengi og í aðgerðum, sem beindust gegn tveimur ólöglegum áfengisverksmiðjum sem framleiddu tekíla, var lagt hald á 75.000 lítra af áfengi sem innihélt mikið magn af tréspíra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni