fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Norska strandlengjan væri sjálflýsandi í dag ef ekki væri fyrir hetjudáð áhafnarinnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júlí 2019 07:58

Komsomolets kafbáturinn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. apríl 1989 sökk rússneski kjarnorkukafbáturinn Komsomolets nærri Bjarnareyju í Barentshafi. 42 fórust í slysinu en 27 komust lífs af. Kafbáturinn liggur á um 1.700 metra dýpi. Eldur kom upp í honum og breiddist hann hratt út og varð til þess að báturinn sökk á endanum. Áður en áhöfnin yfirgaf kafbátinn tókst henni að slökkva á kjarnakljúfi hans. Ef það hefði ekki tekist hefðu afleiðingarnar orðið skelfilegar fyrir Noreg.

Þetta sagði Aleksander Kozjanov í samtali við TV2. Hann var í áhöfn kafbátsins. Hann sagði að líklegast hefði orðið kjarnorkusprenging ef ekki hefði tekist að slökkva á kjarnakljúfinu en það hefði haft í för með sér mikla geislun, svo mikla að strendur Noregs væru sjálflýsandi í dag.

Geislavirk efni leka frá kafbátnum þar sem hann liggur á hafsbotni. Auk kjarnakljúfsins eru tvö kjarnorkutundurskeyti um borð í honum. Slík vopn áttu ekki aðeins að geta sökkt skipum heldur einnig gert út af við allt líf í margra kílómetra radíus.

Sérfræðingar telja ekki mikla hættu stafa af kafbátnum í dag. Hann liggi á miklu dýpi og geislavirknin frá honum eigi erfitt með að berast inn í vistkerfin á svæðinu. Þá stafi engin sprengihætta af kafbátnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni