fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Ótrúlegur atburður á skemmtiferðaskipi – Gömul kona lést eftir að hafa verið bundin föst af áhafnarmeðlimum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júlí 2019 06:00

Marguerite og Frederick Hayward

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marguerite Hayward fór í draumaferðina sína árið 2017 ásamt eiginmanni sínum, Frederick, með skemmtiferðaskipi.  Hún veiktist í ferðinni. Frederick, sem er kominn til ára sinna, vaknaði um miðja nótt við að Marguerite öskraði og skrækti. Hann hringdi eftir aðstoð áhafnarinnar og komu áhafnarmeðlimir í svítuna sem þau dvöldu í.

Samkvæmt frásögn Frederick var kona hans pirruð og sló til öryggisvarða eftir að þeir hrópuðu á hana. Við þessu var brugðist með því að binda hana með ólum úr baðsloppum. Síðan var henni gefið róandi lyf á meðan sjö skipverjar voru hjá henni. Þetta kom fram fyrir dómi.

Samkvæmt frétt The Telegraph sagði Frederick að honum hafi fundist sem komið væri fram við þau hjónin eins og glæpamenn og að konu hans hafi verið haldið fastri á meðan deyfandi lyfi var þvingað í hana.

Daginn eftir voru hjónin beðin um að yfirgefa skipið. Marguerite var flutt beint á sjúkrahús á Ítalíu með sjúkrabíl.

Útgerð skipsins, sem heitir Regent Seven Seas Explorer, sendi hjónunum síðan reikning upp á 1.000 pund fyrir deyfilyfið. Útgerðin segir skipið vera mesta lúxusskemmtiferðaskip heimsins.

Margurite lá meðvitundarlaus á ítölsku sjúkrahúsi í fimm daga en var þá flutt heim til Englands. Eftir nokkra daga á sjúkrahúsi þar var henni komið fyrir á dvalarheimili aldraðra þar sem hún lést nokkrum vikum síðar.

Fyrir dómi sagði Nigel Parsely, réttarmeinafræðingur, að hann væri ekki í neinum vafa um að það sem gerðist um borð í skemmtiferðaskipinu og sú meðferð sem Margurite hlaut hjá áhöfninni hafi flýtt fyrir dauða hennar. Meðferðin hafi gert slæmt ástand hennar verra.

Frederick lést í febrúar á þessu ári en áður skýrði hann frá atburðarásinni svo hægt var að leggja vitnisburð hans fram fyrir dómi. Hann sagði meðal annars að ef áhöfnin hefði ekki brugðist svona við hefði Margurite komist heim til sín í staðinn fyrir að enda á sjúkrahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Máfur stal hundi

Máfur stal hundi
Pressan
Í gær

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu
Pressan
Í gær

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag

Hitabylgja í Bretlandi – 36 gráður á fimmtudag
Pressan
Í gær

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við

Flótti úr ráðherraliðinu áður en Boris tekur við
Pressan
Í gær

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir

Harmleikur í Silkeborg í Danmörku – Tveir ungir menn fundust látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska
Fyrir 4 dögum

Hnúðlax í Miklavatni

Hnúðlax í Miklavatni