fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Blikur á lofti í bresku efnahagslífi – Hætta á mesta samdrættinum síðan fjármálakreppan skall á

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 18:30

Frá Lundúnum. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hefur verið meiri hætta á efnahagssamdrætti í Bretlandi í heilan áratug en nú er. Bráð þörf er fyrir tillögur um hvernig á að takast á við næsta efnahagssamdrátt í landinu enda hefur það kostað um milljón störf að meðaltali í hvert sinn sem Bretland hefur gengið í gegnum samdráttarskeið.

Bloomberg skýrir frá þessu og byggir á skýrslu frá bresku hugveitunni Resolution Foundation. Hugveitan telur sig geta sagt að miklar líkur séu á að Bretar muni fljótlega ganga í gegnum mesta samdráttarskeiðið síðan fjármálakreppan skall á 2010. Þetta byggir hún á ávöxtunarkröfu breskra ríkisskuldabréfa.

Auk ríkisskuldabréfanna er það gengi pundsins, óvissan í kringum Brexit og lítill hagvöxtur sem senda neikvæð skilaboð um framtíðina.

Í skýrslu hugveitunnar kemur fram að á hverju samdráttarskeiði fram að þessu hafi um ein milljón starfa glatast og að hvert heimili hafi að meðaltali tapað um 2.500 pundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig