fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 22:30

Frá Heathrow. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að miklar truflanir verði á flugumferð um Heathrowflugvöllinn í Lundúnum á næstunni en hann er fjölfarnasti flugvöllur Evrópu. 4.000 starfsmenn hafa boðað til verkfalla þar. Það er stéttarfélagið Unite sem boðar til verkfallanna fyrir hönd starfsmannanna.

BBC skýrir frá þessu. Boðað hefur verið til verkfalla 26. og 27. júlí, 5. og 6. ágúst og 23. og 24. ágúst. Meðal þeirra sem fara í verkfall verða starfsmenn á þjónustuborðum, tæknimenn og öryggisverðir.

Stjórnendur flugvallarins eru kokhraustir og segjast vera tilbúnir með viðbragðsáætlun sem geri þeim kleift að halda flugvellinum opnum þessa daga og tryggja að flugumferð gangi vel fyrir sig.

Unite segir að boðað sé til verkfalla þar sem stjórnendur flugvallarins hafa hafnað kröfum félagsins um 2,75% launhækkun á næstu 18 mánuðum. Talsmaður Unite segir að starfsfólk sé mjög reitt vegna launamálanna en þau þurfi að vera í góðu lagi svo hægt sé að tryggja hnökralausan rekstur flugvallarins. Þá er einnig óánægja með að fólk fær misjöfn laun fyrir sömu vinnuna.

Heathrow er fjölfarnasti flugvöllurinn í Evrópu en á síðasta ári fóru 80,1 milljón farþega um hann. Hann er sjöundi fjölfarnasti flugvöllur heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Í gær

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Í gær

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við