fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Dæmd í 20 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára nemanda sínum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 22:00

Brittany Zamora.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brittany Zamora, 28 ára kennari í Arizona í Bandaríkjunum, var í síðustu viku dæmd í 20 ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað misnotað kynferðislega 13 ára dreng sem var nemandi hennar. Hún kenndi honum í sjötta bekk í Las Brisas Academy í Goodyear.

Brittany var handtekin í mars á síðasta ári og hefur setið í varðhaldi síðan. Hún viðurkenndi sök í síðasta mánuði.

„Ég er góð manneskja sem gerði mistök og ég sé mikið eftir þeim. Ég hef virt lög og farið eftir þeim allt mitt líf. Samfélaginu stafar engin ógn af mér.“

Sagði hún að sögn Fox News.

Hún viðurkenndi sök eftir að mikið magn sönnunargagna var lagt fram, þar á meðal myndbandsupptökur. Samband hennar við drenginn hófst þegar hún bað hann um að senda sér skilaboð í gegnum app sem er notað í skólastarfinu. Drengurinn skýrði frá því við yfirheyrslur að þau hefðu skrifast töluvert á um hvað þau vildu gera við hvort annað.

„Hún sagðist vilja veita mér munnmök og að typpið mitt væri mjög stórt og eitthvað svoleiðis.“

Eitt sinn sagði Brittany jafnframt að vinur drengsins ætti að vera hjá þeim og horfa á þau stunda kynlíf.

Brittany er gift en á engin börn.

Það voru foreldrar drengsins sem komust á snoðir um „sambandið en þau var farið að gruna að hann ætti unnustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Í gær

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Í gær

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við