fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Google viðurkennir að starfsmenn hlusti á upptökur frá Google Assistant

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 21:00

Maður er hvergi óhultur. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netrisinn Google viðurkenndi nýlega að fyrirtækið taki samtöl fólks upp og deili þeim með samstarfsaðilum sínum. Um er að ræða upptökur af samtölum fólks við Google Assistant sem er raddstýrt forrit sem fólk notar til ýmissa hluta heima hjá sér.

The Wall Street Journal skýrir frá þessu í kjölfar fréttar belgíska miðilsins VRT NWS. Fram kemur að móðurfélag Google, Alphabet, sé með fólk í vinnu við að hlusta á sum þessara samtala en þau fara fram í Android-símum og öðrum búnaði frá Google.

Fram kemur að á upptökunum séu hugsanlega viðkvæmar persónuupplýsingar og að Google hafi í sumum tilfellum tekið raddir fólks upp þrátt fyrir að það hafi ekki verið að nota Google Assistant.

Google staðfesti í bloggi á fimmtudaginn að hlustað væri á hluta samtala viðskiptavina eða 0,2% þeirra. Segir fyrirtækið að þeir sem hlusti séu tungumálasérfræðingar sem noti upptökurnar til að öðlast betri skilning á tungumálum, hreimi og framburði. Þetta sé mikilvægur þáttur í þróun tungumálatækni og nauðsynlegt sé að búa til búnað á borð við Google Assistant

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju