fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Google viðurkennir að starfsmenn hlusti á upptökur frá Google Assistant

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 21:00

Maður er hvergi óhultur. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netrisinn Google viðurkenndi nýlega að fyrirtækið taki samtöl fólks upp og deili þeim með samstarfsaðilum sínum. Um er að ræða upptökur af samtölum fólks við Google Assistant sem er raddstýrt forrit sem fólk notar til ýmissa hluta heima hjá sér.

The Wall Street Journal skýrir frá þessu í kjölfar fréttar belgíska miðilsins VRT NWS. Fram kemur að móðurfélag Google, Alphabet, sé með fólk í vinnu við að hlusta á sum þessara samtala en þau fara fram í Android-símum og öðrum búnaði frá Google.

Fram kemur að á upptökunum séu hugsanlega viðkvæmar persónuupplýsingar og að Google hafi í sumum tilfellum tekið raddir fólks upp þrátt fyrir að það hafi ekki verið að nota Google Assistant.

Google staðfesti í bloggi á fimmtudaginn að hlustað væri á hluta samtala viðskiptavina eða 0,2% þeirra. Segir fyrirtækið að þeir sem hlusti séu tungumálasérfræðingar sem noti upptökurnar til að öðlast betri skilning á tungumálum, hreimi og framburði. Þetta sé mikilvægur þáttur í þróun tungumálatækni og nauðsynlegt sé að búa til búnað á borð við Google Assistant

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?